Ný áhrifamikil kosningamynd Donald Trump

Á laugardag sneri Trump forseti aftur til Butler, Pennsylvaníu, eftir misheppnaða morðtilraun sem átti sér stað 13. júlí 2024. Tugir þúsunda fundargesta fögnuðu honum sem hetju. Rétt áður en fundurinn hófst birti kosningateymi Trump áhrifamikla nýja auglýsingu um morðtilræðið.

Á meðan átakanlegar myndir af morðtilræðinu birtast á skjánum, segir sögumaður:

„Það eru nokkur augnablik í sögunni sem verða að eilífu með í hjörtum okkar. Augnablik þegar tíminn stendur í stað, þegar skelfing yfirtekur gleðina og stolt okkar drekkist í sorg á augabragði.“

„Þeir hugrökkustu á meðal okkar eru skyndilega fallnir, föðurlandsvinir og forsetar eru umsetnir, þjóð sem er dolfallin inn að beini og við spyrjum í þögn sorgarinnar, í kyrrð bænarinnar: Hvers vegna? Kannski fáum við aldrei að vita svarið.”

Myndir af bandarísku byltingunni ásamt myndum af viðbrögðum Trump þegar hann var skotinn og snýr sér að mannfjöldanum, lyftir hnefanum og hvetur stuðningsmenn sína til að berjast, berjast, berjast!

„En á myrkustu augnablikum þjóðar vorrar, þegar allt virðist glatað, þegar málin virðist óvinnandi, þegar nóttin virðist aldrei ætla að taka enda og vonin knésett, þá rísum við upp. Hvenær munu þeir komast að því, að ekkert stöðvar þennan mann? Það er ekki hægt að sigra þessa hreyfingu. Og jafnvel þótt þeir hæðast að okkur, jafnvel þótt þeir rægja okkur, jafnvel þótt þeir telji okkur sigraða, þá munum við ekki hætta.“

Sjáið myndina hér að neðan:

Fara efst á síðu