Nú byrjar stríðsáróður ESB: „Evrópubúar vilja að ESB verndi þá“

Í fyrirsögn fréttatilkynningar sem ESB-þingið hefur birt á vefsíðu sinni segir: „Könnun staðfestir að Evrópubúar vilja að ESB verndi þá.“ Bæði fyrirsögnin og könnunin vekja hörð viðbrögð. Könnunin var gerð á vegum ESB, bæði tilhögun og framkvæmd og þar er fullyrt að svo mikið sem 66% Evrópubúa vilji að ESB „taki að sér stærra hlutverk“ við að vernda þá gegn alþjóðlegum kreppum og öryggisáhættum.

Eurobarometer er eigið verkfæri ESB-þingsins við skoðanakannanir þar sem staðhæft er að 74% prósent íbúa aðildarríkjanna telji að land þeirra hafi hagnast á aðildinni að Evrópusambandinu. Þetta er sögð vera hæsta niðurstaða í sögu könnunarinnar.

Skýrt ákall um aðgerðir

Roberta Metsola, forseti ESB-þingsins, er himinlifandi með tölurnar og lítur á þær sem „skýrt ákall um aðgerðir“ sem ESB verði að sjálfsögðu „bregðast við.“ Hún segir:

„Evrópa verður að verða sterkari svo að borgarar okkar upplifi að þeir séu öruggari.“

Fullyrt er að sú ótrúlega tala 87% Svía séu fylgjandi „öflugra hlutverki“ ESB. Minnstur er stuðningurinn í Rúmeníu 47% og Póllandi 44%.

Gagnrýnin flæðir um alla samfélagsmiðla. Margir segja ekkert að marka könnunina og telja að ESB noti hana til að þrýsta á um að búa til yfirþjóðlegan her án stuðnings almennings. Þannig skrifar einn notandi á X:

„Tómt bull, ég trúi ekki þessari könnun í eina sekúndu! ESB mun leiða okkur í stríð við Rússland!“

Gustav Kasselstrand, formaður flokksins Valkostur fyrir Svíþjóð, segir könnunina áróðursbragð. Hann skrifar á X:

„Allir sem ekki eru blindaður af ESB skilja að Eurobarometer er notað til að skapa áhrif. Ímyndið ykkur ef sænska þingið myndi fjármagna og koma með svipaðar skoðanakannanir fyrir stjórnmálalegar, umdeildar ákvarðanir.“

Aðrir benda á að Evrópusambandið sé frekar að eyðileggja öryggið í Evrópu frekar en að vernda íbúana. Einn skrifar:

ESB sé mesta illska í heimi sem síast inn í kristin lönd og eyðileggja þau innan frá. ESB fjárfestir aðeins í hernaði.“

Þjóðólfur minnir á bæklinginn Upphaf og saga ESB sem Jóhann Elíasson, viðskiptafræðingur tók saman og lesa má hér að neðan:

Fara efst á síðu