Fjölmiðlar birta frétt um að Alþingi hafi skipað nefnd til að rannsaka tilhögun síðustu Alþingiskosninga. Vigdís Hauksdóttir vakti formlega athygli landskjörstjórnar á því í bréfi, að Eva Bryndís Helgadóttir formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík hafi sagt þegar búið var að telja 12.500 atkvæði að allt í einu væri búið að fara yfir 15.000 atkvæði. Vigdís gerði athugasemdir „því 12.500 atkvæði geta ekki skyndilega breyst í 15. 000 atkvæði. Hvaðan komu þessi atkvæði og hvert fóru þau?“
Dagur B. Eggertsson var annar maður á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Var mikið um að strikað væri yfir nafnið enda er hann óvinsæll eftir starf sem borgarstjóri Reykvíkinga með langan skuldahala og fjárhagslega óreiðu í kjölfarið. Samfylkingin fékk þrjá kjördæmakjörna þingmenn í Reykjavík N, þau Kristrúnu Frostadóttir, Dag B. Eggertsson og Þórð Snæ Júlíusson. Samfylkingin náði inn einum uppbótarþingmanni þar, Dagbjörtu Hákonardóttur. Rúmlega 37 þúsund atkvæði voru talin gild.
Í Reykjavík S fékk Samfylkingin 3 kjördæmakjörna þingmenn: Jóhann Pál Jóhannsson, Rögnu Sigurðardóttir og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem var síðasti kjördæmakjörni þingmaður kjördæmisins. Rúmlega 37 þúsund atkvæði voru talin gild.
Hvernig svo sem reiknað er, þá hljóta menn að krefjast þess af landskjörstjórn, að hún geri grein fyrir þessum 2.500 atkvæðum sem Eva Bryndís Helgadóttir tilkynnti skyndilega að hefðu verið talin án þess að umboðsmenn flokkanna hefðu neitt heyrt eða séð af þeim áður.
Ástæðan fyrir því að hér er einungis sagt frá Samfylkingunni, er sú að hinn hörmulegi fyrrverandi borgarstjóri hefur verið skipaður formaður rannsóknarnefndar Alþingis til að athuga málið. Spyrja má hvort það væri ekki eðlilegra að óháður sjálfstæður aðili óháður þingmennsku rannsakaði þetta mál? Varla teljast þingmenn hlutlausir í rannsókn á sjálfum sér. Er ekki Dagur B. bara settur til að tryggja að málið verði ekki rifið upp, ef niðurstaðan verður óþægileg fyrir Samfylkinguna? Vigdís Hauksdóttir skrifar um þann möguleika á FB í dag.
Ég neita að trúa þessu – sé eftir að hafa ekki kært
Vigdís Hauksdóttir skrifar á Facebook í dag: