Musk til gagnárásar þegar Brasilía lokar X

Musk líkir Alexandre de Moraes, hæstaréttardómara í Brasilíu við vondu vofuna Voldemort (skjáskot X).

Elon Musk bregst til varnar á X gegn banni brasilísku stjórnarinnar á samfélagsmiðlinum X í Brasilíu. Musk og brasilíska ríkið hafa staðið í baráttu um tjáningarfrelsið í nokkurn tíma, eftir að Hæstiréttur Brasilíu ákvað að banna X í Brasilíu.

Musk líkir dómara Hæstaréttar Brasilíu við lávarð Voldemort í hinum vinsælu Harry Potter bókum. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari Brasilíu, fyrirskipaði lokun á samfélagsmiðlinum X, eftir að Musk neitaði að ritskoða efni á miðlinum. Meðal annars átti Musk að loka reikningi fyrrverandi forseta Brasilíu, Bolsanaro.

Moraes bannaði Musk að ræða ritskoðunarbeiðnina opinberlega og þegar upp kom sú staða að starfsmenn og lögfræðingur X í Brasilíu áttu á hættu að vera handtekin, þá lokaði Musk skrifstofu X en samfélagsmiðillinn starfaði áfram. Þá ákvað Moraes að banna miðilinn í Brasilíu og refsa þeim sem nota forrit til að sniðganga bannið. Moraes hefur einnig lokað fyrir greiðslur á internetþjónustufyrirtækinu Starlink og hefur Musk lofað notendum að nota þjónustuna ókeypis þar til málin hafa verið leyst.

Musk ákvað síðan að hefja afhjúpanir á lagabrotum hæstaréttadómarans. Musk upplýsir, að Moraes hafi gerst sekur um kosningasvindl og hafa brotið kosningalög landsins með afskiptum af síðustu forsetakosningum. Þau brot gætu sent Moraes í 20 ára fangelsi. Musk mun birta nýjar upplýsingar á hverjum degi undir nafniu Alexandre-skjölin.

X er mikilvægasta fréttaveitan í Brasilíu samkvæmt samantekt sem birt var á X (sjá hér að neðan). Gríðarleg mótmæli hafa verið gegn nýju stjórninni og margir telja að verið sé að loka X vegna þess, að sitjandi sósíalistastjórn óttast reiði almennings.

Hér má sjá yfirlit fjölmiðla í röð eftir útbreiðslu:

Hæstiréttur Brasilíu hefur bannað Jair Bolsonaro fyrrverandi forseta að bjóða sig fram til endurkjörs næstu 8 árin. Margir líta því á lokun X sem hluta af stærra andlýðræðislegu valdaráni. Musk sakar Moraes hæstaréttardómara um að haga sér eins og einræðisherra.

Að sögn Musk á málfrelsi undir högg að sækja í fleiri löndum en Brasilíu. Musk bendir meðal annars á sitt eigið land, Bandaríkin en Kamala Harris, forsetaframbjóðandi demókrata, sagði í viðtali við CNN í fyrra, að hún vildi knýja fram ritskoðun á X. Hún fór fram á það við Twitter, að reikningi Donald Trump yrði lokað (sjá myndskeið að neðan).

Í Svíþjóð hélt Morgan Johansson, þáverandi dómsmálaráðherra jafnaðarmanna, ritskoðunarfund árið 2018 með nokkrum samfélagsmiðlafyrirtækjum til að ritskoða efni í Svíþjóð. Árangurinn leiddi meðal annars til þess að YouTube lokaði fyrirvaralaust fyrir sænska valkostamiðilinn Swebbtv sem olli sjónvarpsfyrirtækinu ómældu tjóni vegna allra umræðuþátta sem vistað hafði verið á YouTube og glötuðust við lokunina.

Hér að neðan fylgja nánari upplýsingar með birtingu á hluta Alexandre-skjalanna:

Fara efst á síðu