Mótmæli í Póllandi vegna skerðingar á trúabragðarfræðslu í skólum

Hundruð söfnuðust saman á Kastalatorgi í Varsjá í fyrri viku til að mótmæla breytingum á trúarkennslu í skólum landsins. Telja mótmælendur að nýja ríkisstjórnin fari „bakdyraleið“ til þess að draga úr trúar- og siðfræðikennslu í landinu. „Við viljum Guð í skólabókum“ mátti m.a. lesa á mótmælaspjöldum.

Félag trúarfræðinga mótmæltu fækkun trúarbragðafræðslustunda í pólskum skólum. Hópurinn hvetur Andrzej Duda forseta Póllands til að vísa úrskurði ráðuneytisins til stjórnlagadómstólsins til endurskoðunar.

Mótmælendur héldu á borðum með textum eins og „Vísindi og trúarbrögð,“ „Hættum að mismuna trúuðum,“ „Trúin er mikilvægasti fjársjóður þjóðarinnar“ og „Við viljum Guð í skólabókum.“ Mannfjöldinn kallaði einnig „Jöfn réttindi trúarbragða“ og „Hættum mismunun, hættum aðskilnaði.“

Þátttaka í trúarbragðafræðslu hefur minnkað jafnt og þétt og hefur dregist saman um 8% á síðustu fimm árum. Mótmælendur óttast að núverandi þróun geti leitt til þess að trúarbragðafræðsla verði algjörlega fjarlægð úr opinberum skólum í Póllandi.

Fara efst á síðu