Eftir 14 ár með Íhaldsflokknum í Bretlandi við völd og allar innanflokkserjur voru margir vonsviknir. Rishi Sunak, fyrrverandi forsætisráðherra, ákvað þá að boða til skyndikosninga sem opnuðu leið að stórsigri Verkamannaflokksins.
Allt frá þeirri stundu hefur breska þjóðin þurft að sitja undir misheppnaðri „forystu“ Keirs Starmers, sem lagt hefur þungar skattaklyfjar á herðar þjóð sinni. Ár 2024 var Kína eina landið í heiminum sem horfði á stærri fjármagnsflótta úr landinu en Bretland. Það verður að teljast hreinasta hörmung fyrir Bretland sem hefur City of London sem verið hefur ein helsta fjármálamiðstöð Evrópu.
Ár 2024 flúði að meðaltali einn milljónamæringur frá Bretlandi á 45 mínútna fresti
„Bretland missti 10.800 milljónamæringa til útlanda á síðasta ári sem er meira en helmingi meira en árið 2023 samkvæmt nýjum gögnum. Fjármagnsflóttinn jafngildir því að 30 milljónamæringar flýi daglega – um það bil einn á 45 mínútna fresti.
Ástæðan er að Verkamannaflokkurinn ætlar að afnema aldagömul skattalög sem gert hafa erlendum fjárfestum kleift að búa í Bretlandi samtímis sem eignir þeirra erlendis eru í skjóli gagnvart innlendum sköttum.
Ár 2023 flúðu rúmlega fjögur þúsund vel efnaðir einstaklingar með lausafé yfir eina milljón dollara. Flóttinn frá Bretlandi jókst um 157% árið 2024 eða tæplega ll þúsund milljónamæringa.
Vinsælustu áfangastaðir milljónamæringa á flótta eru Ítalía, Sviss, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bandaríkin og Singapúr. Meðal þeirra eru mjög efnaðir einstaklingar – 68 með eigur yfir 100 milljónir punda og 12 með eigur yfir 1.000 milljónir.

Innlendir fá tvö ár á sér þar til að þeir verða gömlu lögin hætta að gilda og þeir verða skattaðir fyrir eigur sínar.. Þeir sem flytja til Bretlands fá fjögurra ára aðlögunartíma. Fjármálaráðuneytið reiknar með að lagabreytingin færi ríkinu aukalega 2,500,000.000 breskra punda á hverju ári næstu fimm árin.