Á laugardag söfnuðust tugþúsundir borgara saman í Belgrad, höfuðborg Serbíu, til að mótmæla áformum stjórnvalda um að leyfa námufyrirtæki ESB og bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock að vinna liþíum í landinu. Er þetta gert í nafni „grænu umskiptanna“ svo kölluðu. Serbar eru almennt á móti þessum framkvæmdum og margir vara við því, að liþumnáman gæti valdið óafturkræfum skaða á umhverfið.
Bresk-ástralska fjölþjóðafyrirtækið Rio Tinto, sem er í eigu BlackRock, hefur komið auga á Jadar-héraðið í vesturhluta Serbíu.
Þar er ein er ríkasta liþíumforðastaða í frjósamri jörð í Evrópu. Liþíum málmurinn er notaður í rafgeyma rafbílaflotans og vegna grænu umskiptanna eykst stöðugt þörfin á rafgeymamálmum. Í Jadar-dalnum eru áætlaðar 158 milljónir tonna af málmgrýti með háu hlutfalli liþíums, eða um það bil 17% af heildarbirgðum á meginlandi Evrópu.
Fyrir nokkrum árum hóf hið fjölþjóðlega Rio Tinto könnunarverkefni á svæðinu. Áætlanir þeirra mættu mikilli andstöðu landsmanna og var hætt við verkefnið. En það hefur ekki stöðvað baráttu Rio Tinto um að fá liþíumnámuna sína.
Rio Tinto þrýstir á yfirvöld Serbíu með ESB og græn umskipti sambandsins á bak við sig. Serbía stefnir á ESB-aðild svo þrýstingurinn er því verulegur. Nýlega ógilti stjórnlagadómstóll Serbíu skyndilega fyrri ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stöðva liþíumnámuna og núna ætlar Rio Tinto í eigu BlackRock að fjárfesta 2,4 milljörðum dollurum til að koma námunni í gang og hefja framleiðslu liþíum.
ESB þrýstir á
Árið 2020 skráði ESB litþíum sem „mikilvægt hráefni“ og í júlí á þessu ári gerði ESB bráðabirgðasamning við Serbíu um „stefnumótandi samstarf“ á þessu sviði. Samningur ESB við Serbíu þýðir, að landið mun á endanum sjá sambandinu fyrir „mikilvægum hráefnum“ fyrir birgðakeðjur rafgeyma og rafknúinna farartækja.
Olaf Scholz kanslari Þýskalands, var með á fundinum í Belgrad en Þýskalandi vantar sárlega rafgeyma fyrir þýska bílaframleiðendur. Scholz hrósaði leiðtogum Serbíu fyrir samninginn og sagði hann „mikilvægt Evrópuverkefni.“
Heimilunum fórnað fyrir þýska bílaiðnaðinn
Margir Serbar eru ekki ánægðir með áætlanir valdamanna þar sem erlent fjölþjóðlegt fyrirtæki opnar stóra námu og keyrir yfir sveitarfélögin. Almennir Serbar hafa farið út á götur í mörgum stórum mótmælum bæði 2021 og 2022, sem leiddu til þess að stjórnvöld í Serbíu hætt við fyrri áformin að sögn staðarbúans Dragan Karajcic í viðtali árið 2021:
„Við spyrjum okkur hvers vegna þeir þurfa að opna námu hér, í miðju starfandi samfélagi? Það eru til aðrir staðir í Evrópu sem eru jafn ríkir af liþíum þar sem er færra fólk. Af hverju þarf að fórna heimilum okkar fyrir liþíumþarfir ESB fyrir þýska bílaiðnaðinn?“
Margir óttast að náman orsaki óafturkræfum skaða á umhverfi og lýðheilsu og einnig, að það sé enginn ávinningur fyrir Serba. Dragana Djordjević er prófessor við háskólann í Belgrad og tilheyrir hópi vísindamanna sem hafa rannsakað svæðið.
Djordjević hefur lýst því yfir að Jadar-dalurinn hafi orðið fyrir skemmdum við könnun Rio Tinto. Rannsakendur hafa meðal annars fundið meira magn bórs, arseniks og liþíums í ám. Djordjević varar við því að liþíumnáman myndi stofna lífi margra samfélaga, ræktaðs lands og búfénaðs í hættu. Bóndinn Zlatko Kokanović, 48, sagði við AP:
„Jadar er landbúnaðarsvæði með neðanjarðar vatnsföllum sem flæða oft yfir og geta borið allt eitrað efni niður með strauminum. Náman er gríðarleg áhætta fyrir allt svæðið.“
Efnahagsþróun
Forseti Serbíu, Aleksandar Vučić, og ríkisstjórn landsins eru aftur á móti jákvæð í garð námu í Jadar og segja að hún sé tækifæri fyrir efnahagsþróun landsins. Sænska dagblaðið Omvärlden hefur áður gagnrýnt Vučić vegna þess að forsetatíð hans hefur einkennst af því að leyfa erlendum aðilum að nýta náttúruauðlindir Serbíu.
„Við höfum ekki áhuga á hagnaði þeirra“
Á laugardaginn fóru Serbar út á götur höfuðborgarinnar til að sýna vanþóknun sína á áformum stjórnmálamanna um að keyra yfir fólkið með „grænu umskiptin.“
„Við höfum ekki áhuga á hagnaði þeirra. Við erum alin upp hér á landi og við munum deyja hér á landi. Landið er ekki eign neins annars, það tilheyrir börnunum okkar.“
Hversu margir tóku þátt í mótmælunum er óljóst – nokkrar mismunandi tölur eru gefnar upp á milli 30.000 og 50.000 manns. Drónaupptökur sýna troðfullar götur í miðborg Belgrad. Mótmælendur vilja að sett verði lög sem banna litíumnám í Serbíu.
Í mótmælunum sungu mótmælendur meðal annars „Rio Tinto burt úr Serbíu“ og „þú munið aldrei fá að grafa.“
Kreppufundur
Í fjölmiðlum eftir mótmælin á laugardaginn kemur fram, að Vučić forseti hafi hringt í ríkisstjórnina snemma á sunnudag til að boða kreppufund um ástandið.
Síðar á sunnudag reyndi Vučić að vinna traust fólksins með því að halda því fram að ekkert liþíum verði framleitt að minnsta kosti næstu tvö árin á meðan verið er að rannsaka alla áhættu af námunni. Fyrr í sumar lýsti Vučić því yfir, að Serbar ættu að fá að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu.