Í sambandi við heimsókn forsætisráðherra Ísraels til Bandaríkjanna, þá flutti ofursti Douglas Macgregor ávarp á skrifstofu sinni fyrir samtökin Landið okkar – valkostur okkar „Our country – our choice.“ Macgregor ræddi ástandið í heiminum og varaði við afleiðingum ef stríð Ísraels og Hamas fer úr böndunum og Íran fer í stríðið. Hann vitnar m.a. í Lavrov utanríkisráðherra Rússlands, sem hefur áður sagt að stríð Ísraels og Íran myndi fá alvarlegar afleiðingar fyrir allan heiminn. Macgregor segir enga ástæðu til annars en að taka mark á þeirri afstöðu Rússlands.
Macgregor fer gegnum hörmungar stríðsins og hvernig börn týna lífinu. Í þættinum er viðtal við Mark Perlmutter, bæklunarskurðlæknir frá Norður Karólínu, sem hefur verið í sjálfboðavinnu á Gaza. Það er hjartaskerandi að heyra frásögn hans um börn sem eru drepin, skotin í höfuðið, týna lífinu í sprengjuárásum og sprengdum húsum. Þetta má sjá á myndbandinu hér neðar á síðunni og eru viðkvæmir lesendur varaðir við þeim kafla.
Douglas Macgregor ofursti segir meðal annars:
„Á þessari stundu hefur stríðið á Gaza þegar eyðilagt eða truflað líf milljónir manna. Erfitt er að staðfesta nákvæmar tölur en hundruð þúsunda Palestínumanna og Ísraela eru á vergangi, hafa særst eða verið drepnir. Þetta eru ekki bara tölur; þetta eru sundraðar fjölskyldur og eyðilögð mannslíf. Og samt eru til stjórnmálamenn í Washington sem eru að íhuga stríð við Íran. Ég spyr ykkur: Ef mannlegur kostnaður vegna stríðsins á Gaza, sem eru staðbundin átök, er svona mikill, hversu miklu hærri verður kostnaðurinn verður þá ekki vegna stríðs við Íran?“
„Við höfum áratugum samans hrökklast frá dýrum átökum til annarra – Afganistan, Írak, Sýrland, Líbýa, Sómalía og Úkraína. Gjaldið? 10 billjónir dala og líf tugþúsunda Bandaríkjamanna. En hver borgar þetta gjald? Ekki stjórnmálamenn eða verktakar í varnarmálum sem hagnast á þessum stríðum. Það eru börn bænda, vörubílstjóra, hjúkrunarfræðinga og pípulagningamanna sem berjast, þjást og deyja.“
Hlýða má á boðskap Macgregors á myndskeiðinu hér að neðan: