Donald Trump kreppir hnefann og kallar „Berjumst! Berjumst! Berjumst!” eftir fyrra morðtilræðið.
Breitbart tók viðtal við bandaríska þingmanninn Matt Gaetz (hljóðbútur að neðan) sem sagði frá því, að öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum þekki til a.m.k. fimm aftökuhópa sem ætla að myrða Donald Trump. Þrír af þessum hópum eru erlendir; frá Íran, Úkraínu og Pakistan og tveir eru bandarískir.
Breitbart greinir frá: Þegar Gaetz var spurður um hugsanir sínar um seinni morðtilraun á fyrrverandi forseta Bandaríkjanna svaraði hann: „Svo sorglegt” og „það hefði verið hægt að koma í veg fyrir tilræðið.” Matt Gaetz hitti nýlega háttsettan embættismann í heimavarnaáðuneytinu sem upplýsti Gaetz um að það væru að minnsta kosti fimm morðteymi sem vitað væri um sem ætla að drepa Trump.
„Ég hef það á tilfinningunni, að við höfum ekki næga öryggisvernd til að verja Trump forseta eins og þyrfti að vera miðað við alla hættuna.“
Matt Gaetz, þingmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Segir að yfirvöld létu Routh lausan, þrátt fyrir að þau ætluðu að rannsaka hann
Matt Gaetz gagnrýnir yfirvöld fyrir aðgerðaleysi en þau þekktu til Trumphatarans Ryan Routh áður en honum tókst að komast með hríðskotariffil í runna á golfvelli Trumps í Flórída. Gaetz gagnrýnir að Routh var ekki handtekinn við heimkomuna til Bandaríkjanna frá Úkraínu, þegar embættismenn sáu til hans:
„Tollurinn og landamæraverðir yfirheyrðu Routh og þótti saga hans vægast sagt grunsamleg, að hann safnaði frelsishetjum hvaðanæva í heiminum til að berjast í Úkraínu. Þegar þeir spurðu Routh hvernig hann gæti fjármagnað slíka starfsemi, þá sagði hann: Konan mín borgar það. Þeim fannst sagan svo ótrúleg, að málið var sett í rannsókn hjá öryggisyfirvöldum en þeir létu hann lausan og hleyptu honum inn í landið. Ég hef margar spurningar um það.”
Miklar umræður eru um að CIA og FBI séu sjálf innblönduð í málið vegna haturs djúpríkismanna á Donald Trump. Fyrr á árinu vakti Gaetz athygli á óvinalista Úkraínu með nafni Trumps og margra þekktra bandarískra stjórnmálamanna sem eru andvígir stuðningi við Úkraínustríðið. Fréttist af þessum lista gegnum aðila sem opinberlega tengist bandaríkjastjórn.
Fréttamanni Breitbart var svo mikið um vegna þessarar afhjúpunar, að hann margspurði Matt Gaetz út í þessa fimm hópa eins og heyra má með því að smella á hljómbandið hér að neðan.