Macron: Þess vegna liðast ESB sundur

ESB mætir aukinni andspyrnu og gagnrýni vegna aukinnar yfirþjóðarhyggju og að sífellt meira vald er flutt frá aðildarríkjunum til Brussel. Evrópusambandið tærist svo mikið í grundvelli sínum, að sjálfur Emmanuel Macron Frakklandsforseti varar við því, að ofurvaxið kerfi ESB geti orðið því að falli.

Það gengur ekki mjög vel fyrir ESB, hvorki efnahagslega né markaðslega samanborið við Kína og Bandaríkin. ESB liggur á eftir þessum tveimur efnahagsstórveldum bæði hvað varðar fjárfestingar og framleiðni. Fyrir utan að vera með færri náttúruauðlindir en Kína og Bandaríkin, þá er eigið kerfi þröngsýnna embættismanna ESB þrándur í götu.

Tekur aðeins tvö til þrjú ár

Blomberg greinir frá því, að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði við því, að „ESB gæti fljótlega liðið undir lok.“ Macron sagði í pallborðsumræðum Global Dialogue í Berlín á þriðjudag:

„ESB getur liðið undir lok. Við stöndum frammi fyrir afgerandi augnabliki. Fyrra líkani okkar er lokið – við stjórnum of miklu og fjárfestum of lítið. Ef við fylgjum hefðbundinni dagskrá okkar mun okkur verða ýtt út af markaðinum eftir tvö til þrjú ár.“

Samt sem áður vill Macron styrkja vald ESB enn frekar. Hann vill stofna bankabandalag, auka við yfirþjóðarhyggjunna og innleiða „réttlátari viðskiptareglur.“

Macron er illa liðinn og getur ekki bjargað ESB

Tillögur Macrons virðast því vera meira af því sama og hann segir að muni leiða til endaloka Evrópusambandsins. Deilur á milli valdstjórnarinnar í Brussel og einstakra aðildarríkja, einkum Ungverjalands, rista orðið mjög djúpt. Skiptar skoðanir eru um innflytjendastefnuna og loftslagsstefnuna og þá gífurlegu hernaðaraðstoð og „lán“ til Úkraínu sem kostar skattgreiðendur í ESB gífurlegar fjárhæðir.

Fólk rís í auknum mæli gegn ESB samanber bændauppreisnina í vor og gríðarlega reiði sístækkandi hóps sem vill ekki, að ESB ræni sjálfsákvörðunarrétti af löndum þeirra. Macron er tákn grímulausrar alþjóðastefnu og það mun ekki falla vel í kramið hjá almenningi að leggur fram með enn þá fleiri tillögur um valdaframsal til ESB.

Fara efst á síðu