Lygar ráða för í heiminum í dag

Heiminum í dag er stjórnað með lygum. Þetta fullyrðir skoski blaðamaðurinn Neil Oliver í hlaðvarpsþætti. Og lygararnir geta ekki hætt að ljúga. Þeir ljúga lyganna vegna, segir hann. Covid, Úkraínustríðið og loftslagskreppan eru allt dæmi um þessar lygar, að sögn Oliver.

Skoski blaðamaðurinn og fornleifafræðingurinn Neil Oliver hefur birt myndskeið með hugleiðingum sínum um allar lygarnar sem eru allt í kringum okkur hvern einasta dag. Hann útskýrir nánar sumar af þessum lygum.

d

Allt um covid var lygi, fullyrðir hann. Og Úkraínustríðið var allt annað en tilefnislaust eins og stjórnmálamennirnir halda fram. Neil Oliver bendir á:

„Fyrir, á meðan og eftir Covid og stríðið í Úkraínu, þá hafa yfirvöld logið um loftslagið. Þau hafa logið um loftslagið í mörg ár. Loftslagskreppan, jörðin á suðupunkti, hækkandi sjávarborð, deyjandi ísbirnir – allt saman eintómar lygar. Ekkert snýst um að bjarga jörðinni, ekkert snýst um vistfræði.“

„ – Endurnýjanleg orka – það er enn eitt svindlið. Að segja að græn orka sé góð við plánetuna er lygi. Grænn er bara litur. Þeir bara máluðu lygina græna til að komast upp með hana. Til dæmis, þá hreinsa vindmyllur allt dýralíf á svæðinu.“

„Rafknúin farartæki eru framleidd með orku úr jarðefnaeldsneyti og þau eru knúin af rafmagni sem framleitt er með því að brenna meira jarðefnaeldsneyti.

„Lygarar ljúga. Það er það sem lygarar gera. Og þeir geta ekki hætt.“

Sjá alla dagskrána HÉR.

Fara efst á síðu