Lögreglustjóri Svíþjóðar: „Við höfum tekið á móti svo mörgum til landsins“

Petra Lundh, ríkislögreglustjóri Svíþjóðar, sagði í þætti í sænska sjónvarpinu„miklir fólksflutningar og misheppnuð aðlögun væri ástæða hins grófa ofbeldis glæpahópa sem lögregan hefur barist gegn á undanförnum árum.“

Lögreglunni gengur illa í baráttunni gegn glæpahópunum og sumir farnir að ásaka lögregluna „græða peninga“ á óöldinni í Svíþjóð, vegna aukinna fjárlaga að undanförnu. Slík gagnrýni byggir á miklum misskilningi, þar sem lögreglunni er kennt um afleiðingar af ákvörðunum stjórnvalda. Það er frekar á hinn veginn, að stjórnvöld hafa gert of lítið og glæpaklíkurnar ná fastari tökum á samfélaginu. Innfluttar glæpaklíkur hrjá Svía með endurteknum skot- og sprengjuárásum, nauðgunum og niðurlægjandi ránum og ofbeldi og annarri óáran og ofbeldið vex og veldur Svíum miklu stressi og frelsisskerðingu.

Hingað til í ár hafa 187 skráðar skotárásir verið gerðar, 31 drepnir, 46 særðir og fjöldi grunaðra barna um morðódæði þrefaldast.

Petra Lundh, ríkislögreglustjóri, segir að allt samfélagið og ekki bara lögreglunni hefur mistekist að ráða við vandann:

„Það ríkir aðskilnaður, við höfum sérstök útsett svæði. Við höfum fengið fólk til Svíþjóðar með heiðursmenningu eða koma frá ættasamfélögum og treysta ekki yfirvöldum. Svíþjóð hefur ekki tekið á málunum nægjanlega vel.“

Að sögn ríkislögreglustjórans eru leiðtogar glæpahópanna oft erlendis og stjórna eiturlyfjasölu og ofbeldi í Svíþjóð þaðan. Um 600 slíkir hafa fundist í 57 löndum út um allan heim að sögn lögrelustjórans:

„Hluti þeirra er í Evrópu, á Spáni eru argir og á Balkan skaganum og einnig í Miðausturlöndum, norðurhluta Afríku og í Suður-Ameríku.“

Skotárásir síðasta mánuðinn samkvæmt SVT en fimm hafa verið drepnir og sex særðir.

Svörtu línuritin sýna fjölda skotárása á ári. Rauðu súlurnar eru þeir sem hafa verið drepnir og appelsínugulu súlurnar sýna fjölda særðra.

Fara efst á síðu