Lög ESB: Eftirlit með öllum skilaboðum á Internet

Spjalleftirlitslög ESB „Chat Control” sem fyrirskipa alræðiseftirlit með skilaboðum á Internet, hafa verið harðlega gagnrýnd. Tillagan var felld af ESB-þinginu en er komin núna aftur upp á borðið til atkvæðagreiðslu á ný í desember.

Spjalleftirlitslög ESB hafa sætt mikilli gagnrýni. Undir því yfirskini að vinna gegn barnaníðingum er verið að búa til sjálfvirkt eftirlitskerfi til að fylgjast með öllum skilaboðum á Internet. Gagnrýnendur segja að um fjöldaeftirlit sé að ræða og að auðveldlega verði hægt að misnota kerfið í öðrum tilgangi.

Stasi hafði ekki einu sinni slíkt alræðiseftirlit

Stefan Axelsson, prófessor í stafrænni réttarfræði og netöryggi við Stokkhólmsháskóla, hefur bent á, að:

„Ekki einu sinni öryggislögreglan í Austur-Þýskalandi, Stasi, hafði eftirlit á slíku stigi.”

Lögin hafa einnig verið gagnrýnd fyrir að takmarka tjáningarfrelsið þar sem margir gætu orðið hræddir við að tjá sig. Einnig heyrast gagnrýnisraddir um að brot á heimildavernd blaðamanna sé að ræða. Að auki er spurt, hvort lögin þjóni yfirleitt því markmiði að stöðva barnaníðinga, þar sem þeir munu sennilega aðlaga sig að löggjöfinni og finna aðrar leiðir.

Voru felld en eru enn á ný komin upp á borð

Lögin voru stöðvuð tímabundið í júní, þegar ESB-þingið felldi þau. Núna virðist þau hins vegar vera komin aftur á dagskrá, að sögn sænsku breiðbandsveitunnar Bahnhof.

Ástæðan er sú að fjöldi landa hefur skipt um skoðun. Rúmenía, Búlgaría, Pólland og Frakkland sem hafa beitt sér fyrir ákveðnum breytingum á tillögunni (sem breyta þó ekki meginstefnunni) eru sögð styðja lögin núna.

Ákvörðun verður líklega tekin 12.-13. desember næst komandi. Flestir sænskir ​​flokkar styðja Chat Control. Sænski Miðflokkurinn og Svíþjóðardemókratar hafa verið stöðugir í andstöðu sinni.

Alræðiseftirliti ESB á Internet mótmælt (Mynd Wikipedia /Jakob Rieger).

Fara efst á síðu