Loftslagsvísindamaður um vind- og sólarorku: „Misskilningurinn ógnar öllu orkukerfinu“

Áherslan á endurnýjanlega orku í Svíþjóð og Evrópu byggist á grundvallarmisskilningi. Það segir sænski veður- og loftslagsfræðingurinn Lennart Bengtsson. Hann gagnrýnir harðlega í nýrri umræðugrein, hvernig sólar- og vindorka er notuð og heldur því fram að orkukerfið eigi á hættu að verða sífellt óstöðugra ef þessi þróun heldur áfram. Nýleg yfirtaka endurnýjanlegs orkukerfis á Spáni sem leiddi til útsláttar og rafmagnsleysi á Spáni, Portúgal og víðar styður einnig frásögn Lennarts Bengtssonar.

Samkvæmt Bengtsson er endurnýjanleg orka framleidd að miklu leyti án tengingar við raunverulega rafmagnsþörf. Ólíkt vatnsafli, sem hægt er að stjórna og geyma í stíflum, þá hefur sólarorka og vindorka ekki sömu möguleika til orkugeymslu. Þetta gerir kerfin viðkvæm fyrir breytingum sem eru bæði ófyrirsjáanlegar og erfiðar í stjórnun. Hann skrifar að „sá sem efast þarf bara gera nokkra einfalda eðlisfræðilega útreikninga“ og vísar til grundvallarsambands hvernig afköst orku eru framleidd og notuð.

Óstöðugleikinn er aðalvandinn

Meginvandamálið eru sveiflur í vindorku. Þar sem orkuframleiðsla eykst með vindhraða, þýða litlar breytingar á vindi miklar sveiflur í rafmagnsframleiðslu. Sveiflur í veðurfari og og einnig varðandi eftirspurn eftir rafmagni, þýðir að aðeins er hægt að nýta brot af hugsanlegri framleiddri orku. „Það sem afgangs er skapar bara vandamál“ segir Bengtsson.

Sólarorka sætir jafn mikilli gagnrýni, sérstaklega á norðlægum breiddargráðum þar sem munurinn á framboði og eftirspurn er mestur. Yfir vetrarmánuðina, þegar rafmagnsþörfin er mest, er sólarorkuframleiðsla nánast engin. Hins vegar er mikið magn af rafmagni framleitt á sumrin, þegar eftirspurn er lítil. Að geyma umfram rafmagn er tæknilega og efnahagslega óraunhæft í þeim mæli sem þyrfti að gera, að sögn Bengtssons.

Valdhafar ókunnugir

Bengtsson telur að ef valdhafar sem ákveða fjárfestingarnar í vind- og sólarorku hefðu haft meiri þekkingu á grunneðlisfræði orkukerfa, þá hefðu þeir aldrei tekið ákvarðanir um slíkar fjárfestingar. Hann leggur til að rekstri vind- og sólarorku verði hætt eins fljótt og mögulegt er og skrifar:

„Því meira sem þessi tegund orku er virkjuð, því fleiri vandamál koma upp.“

Bengtsson er samt ekki á móti allri notkun sólar- og vindorku og skrifar að hún geti gegnt hlutverki í litlum mæli. Til dæmis virkar sólarupphitun vel í sumarbústöðum eða á afskekktum stöðum þar sem aðrir möguleikar eru ekki til staðar. Hann bendir sérstaklega á sólarorku fyrir upphitun vatns og kyndingu sem hagkvæmar lausnir þar sem raforkuframleiðsla verður „frekar fáránleg framhjáleið.“


Um höfundinn:

Lennart Bengtsson er prófessor í veðurfræði með mikla alþjóðlega reynslu af loftslags- og veðurfarsrannsóknum, sérstaklega í aðferðum við að taka fram veðurspár. Hann vinnur núna að nýrri útgáfu af bók sinni Hvað er að gerast með loftslagið? Sjónarmið loftslagsvísindamanns á loftslagi jarðar (Karneval förlag, 2019).

Fara efst á síðu