Loftslagsbrjálæðið þýðir endalok Evrópusambandsins

Það verður að fjarlægja alla svo kallaða loftslagsstefnumótun burtu úr viðskiptalífinu. Annars mun Evrópusambandið hrynja. Það segir Bo Hansson, hagfræðingur, í viðtali við Swebbtv (sjá neðar á síðunni).

Almennir fjölmiðlar halda áfram áróðri um loftslagsógnina. Fyrir nokkrum dögum greindi sænska sjónvarpið, SVT, frá því að vísindamenn væru núna að reyna að „rækta kýr sem ropa minna.“ Þannig munu þær losa minna af metangasi, sem samkvæmt SVT er „ein af þeim gróðurhúsalofttegundum sem stuðlar að hlýnun jarðar.“

Að sögn blaðakonunnar Katerinu Janouch er þetta „enn eitt skrefið í græna brjálæðinu.“ Hagfræðingurinn Bo Hansson bætir við: „Sem verður ESB að falli.“ Hann bætir við:

„Allt heila ESB sem verkefni mun líklega hrynja vegna þess að of mikið er fókuserað á ranga stefnu. Nefnilega, það er of mikil áhersla lögð á þessar loftslagsaðgerðir og of lítil áhersla er lögð á það sem raunverulega skiptir máli í framtíðinni. Við höfum rætt þetta varðandi efnahagsmálin.“

„Fyrirtæki eru að kikna undan byrðum regluverks, sköttum og gjöldum í þágu loftslagsins. Þau geta hvorki vaxið né keppt við Kína né Bandaríkin. Við sjáum meira og meira af því núna. Þetta er það sem verður ESB að falli, ef öll þessi loftslagsstefna verður ekki fjarlægð frá fyrirtækjum og frumkvöðlastarfsemi og þar með einnig frá einstaklingnum.“

Fara efst á síðu