Liz Truss: Vesturlönd líða undir lok innan tíu ára

Verði ekkert að gert mun hinn vestræni heimur líða undir lok í núverandi mynd innan tíu ára. Liz Truss – sem var forsætisráðherra Bretlands í 45 daga, varar sterklega við þessum örlögum Vesturlanda í viðtali á ráðstefnu nýlega (sjá Youtube að neðan).

Liz Truss var forsætisráðherra Bretlands árið 2022 í aðeins 45 daga. Mikil stjórnmálaólga og tíð mannaskipti í Íhaldsflokknum kostaði sitt. Gegn sér hafði hún loftslagsmál vinstri manna og vókaðan marxisma á Vesturlöndum. En Liz Truss er ekki á sama vallarhelmingi og glóbaliztarnir.

Er hægt að bjarga Vesturlöndum? Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í Íhaldsflokknum, óttast að spurningin sé raunveruleg vegna ástandsins í heimsmálunum. Hún segir frelsið í hættu og telur að Íhaldsflokkurinn eigi að fylgja fordæmi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum til varnar frelsinu. Vandamál íhaldsmanna er að þeir hafa sætt sig við of mörg umræðuefni vinstrimanna, leyft vinstrimönnum að setja pólitíska stefnuskrá og hafa síðan gefist upp, þegar vinstri menn hafa komið á stærri ríkisstjórn og skert einstaklingsfrelsið.

Liz Truss segir að einræðisleg vinnubrögð við Covid-lokanir hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum. Þetta boðaði það sem koma skal ef íhaldsmenn halda áfram að rugla með staðfestu og gefast upp á íhaldsstefnunni og bregðast þar með kjósendum.

Viðvörun Liz Truss til Vesturlanda er sterk og ekki hægt að stinga undir stól. Vestræni heimurinn líður undir lok innan tíu ára. Hún útskýrir:

„Ef við grípum ekki til aðgerða og breytum því hvernig lönd okkar virka, þá mun hinn vestræni heimur vera liðinn undir lok eftir 10 ár. Og hvað á ég við með því? Okkur er ógnað af vinstri hugmyndafræði, hvort sem það varðar óhófleg ríkisútgjöld, nettó núll hugmyndafræði, hluti eins og DEI og ESG og íslamisma. Til samans hafa þessir hlutir rýrt lönd okkar, stöðvað vöxt okkar og samtímis ógnað lífsháttum á Vesturlöndum.“

Eins lítið ríki og mögulegt er

Ríkið á að vera eins „lítið og mögulegt er“ bendir hún enn fremur á. Að sögn Truss má nú þegar sjá að Bretland er land í hnignun.:

„Þeir grundvallarþættir sem gerðu samfélag okkar og efnahagslíf frábært hafa verið yfirgefnir til að ná fram afskaplega vafasamri hugmyndafræði. Þetta er nú komið á það stig, að það skaðar samfélagið okkar innan frá.“

Fara efst á síðu