Hermenn hafa sjaldan 9 líf en það hefur kötturinn að sögn sem gægist hér úr rústum vígvallarins í Úkraínu. (Mynd ©Tatyana Tkachuk CC 2.0).
Samkvæmt sænska miðlinum Frelsisfréttin, þá eiga sér viðræður stað á milli embættismanna Úkrínu og Rússlands um gagnkvæmar eftirgjafir í stríðinu sem verður að teljast afar jákvætt ef rétt reynist. Það sem lekið hefur út fyrir utan hefðbundin fangaskipti er að ná samkomulagi um að ráðast ekki á orkuinnviði landanna.
Frelsisfréttin vísar í The Moscow Times, sem greinir frá umræðunum og segir að Rússland og Úkraína reyni að koma sér saman um að ráðast ekki á orkumannvirki hvors annars og einnig sé rætt um fangaskipti og kornsamninga.
Upplýsingar um leyniviðræðurnar komu upphaflega frá þýska dagblaðinu Die Zeit, sem vísar til innherjaheimilda. Þar er einnig sagt frá því, að Rússland og Úkraínu hafi þegar samið um í hljóði að ráðast ekki á orkumannvirki hvors annars. Opinberlega segir Kreml að slíkt samkomulag sé ekki til.
Heimildarmenn segja að viðræður hafi farið fram í nokkrum borgum, þar á meðal Kaupmannahöfn, Jeddah og Davos. Sagt er að fulltrúar frá Kína og G7 löndunum hafi tekið þátt í viðræðunum.
Sagðir „vinna að lausn”
Moscow Times skrifar einnig að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, „vinni að friðsamlegri lausn“ í Úkraínu án þess að tilgreina hver áætlun hans er. Hins vegar skrifar blaðið að hluti af lausninni kunni að vera að Úkraína neyðist til að afsala hluta landsvæðisins til Rússlands.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. (Mynd: Wikipedia/ Steffen Prößdorf/ CC 4.0).
Margir telja upplýsingarnar um viðræður Úkraínu og Rússa vera jákvæðar – ef sannar reynast, þar sem þær gætu verið skref á leiðinni að friðsamlegri lausn.