Lesið úr Kóraninum í Óslóarkirkju á föstudaginn langa

Mörgum Norðmanninum er brugðið eftir að lesið var upp úr Kóraninum í Kampen kirkjunni í Ósló á föstudaginn langa. Páskahátíðin er fögnuður kristinnar trúar, upprisunnar, tákn fyrir sigur lífsins yfir dauðanum. Að koma með trúboð annarra guða, sharíalög og íslam á ekki heima í kirkju guðs. Allra síst á föstudaginn langa.

Erlend Wiborg, þingmaður Framfaraflokksins í Noregi segir Kóran upplesturinn vera hreina skömm fyrir norsku kirkjuna samkvæmt dagblaðinu Börsen:

„Kóraninn á ekki heima í kirkjunni! Það er skömm að Kampen kirkjan hafi látið lesið upp úr Kóraninum á föstudaginn langa, um páskana sem eru ein mikilvægasta hátíð kristinna manna.“

Hann leggur áherslu á að þrátt fyrir að lestur Kóranins hafi ekki farið formlega fram í hefðbundinni guðsþjónustu, heldur á sérstakri dagskrá kirkjunnar sem kallast Harmljóð fyrir Palestínu, þá breytir það ekki málinu. Hann skrifar:

„Það ber að virða kristilegan kjarna páskanna. Norska kirkjan birtist meira og meira eins og vinstri róttækur stjórnmálaflokkur.“

Wiborg þróar gagnrýni sína í athugasemd við Dagbladet:

„Norska kirkjan hegðar sér eins og aðgerðasinnar. Prestarnir ættu að ganga í vinstri flokk ef þeir vilja taka þátt í slíkum aðgerðum.“

Virðingarleysi að draga inn önnur trúarbrögð

Wiborg var sjálfur ekki viðstaddur viðburðinn en vísar til þess að margir hafi brugðist ókvæða við. Wiborg er spurður, hvers vegna það sé svo mikið mál að lesa úr Kóraninum, því kirkjan sæki stundum innblástur í aðra texta en Biblíuna. Wiborg svarar:

„Föstudagurinn langi fjallar um þjáningar Jesús. Það er ekki dagur til að vanhelga kirkjuna með öðrum trúarbrögðum. Þann dag eiga páskarnir að vera í brennidepli. Mér finnst óvirðing að draga önnur trúarbrögð inn í kirkjuna á föstudaginn langa.“

Harmljóð fyrir Palestínu var kynnt sem „samkoma með opnum huga“ þar sem fólk gat safnast saman í sorg, vegna óréttlætis og neyðar. Um kvöldið var lesið bæði úr Biblíunni og Kóraninum, ljóð lesin upp og tónlist leikin. Samkvæmt Dagbladet hefur Marit Skjeggestad sóknarprestur í Kampen-kirkjunni verið upplýstur um gagnrýnina hafði þá ekki möguleika að tjá sig um málið.

Stjórnmálaleg viðbrögð

Nokkrir aðrir stjórnmálamenn hafa tjáð sig um málið. Eivor Evinrud (Verkamannaflokknum) er gagnrýnin. Hún skrifar:

„Að lesa upp úr Kóraninum í kirkjunni á föstudeginum langa er vægast sagt sérstakt, sérstaklega þegar sami söfnuður lýsti því yfir á skírdag að „Jesús væri frá fornu Palestínu“ í stað þess að nota orðið „Judea.“

Leiðtogi ungra íhaldsmanna, Ola Svenneby, tekur einnig undir gagnrýnina:

„Persónulega finnst mér líka skrítið þegar rými kirkjunnar er notað til að kynna trúarlega texta sem eru ekki kristnir, sérstaklega á föstudaginn langa.“

Aðrar raddir innan Verkamannaflokksins lýsa jákvæðri skoðun. Sissel Kruse-Larsen utanríkisráðherra skrifar:

„Það eina sem mér kemur til hugar varðandi upplestur úr Kóraninum í kirkjunni er að það er fallegt og vissulega vel meint í alla staði. Þá finnst mér að við eigum að túlka það þannig líka. Gleðilega páska!“

Misráðið umburðarlyndi

Hamza Issa, sem las múslímabænina, lítur á hana sem samstöðu. Hann segir í viðtali við NRK:

„Fyrir mér var þetta sönnun um einingu og samstöðu með öllum trúarbrögðum og með íbúum Palestínu.“

Svenneby, leiðtogi ungra íhaldsmanna, heldur þó fast við gagnrýni sína og segir upplestur úr Kóraninum vera dæmi um umburðarlyndi á villigötum sem geti stuðlað að útilokun:

„Meiningin er kannski góð, en ég held að það hafi þveröfug áhrif um páskana. Það kann að virðast framandi fyrir marga sem nota kirkjuna sem trúarlegan stað sinn. Ég held að þetta sé misráðið umburðarlyndi.“

Svar kirkjunnar: „Ekki stjórnmál, heldur samstaða“

Sóknarpresturinn Marit Skjeggestad svarar gagnrýninni. Hún leggur áherslu á að tilgangurinn hafi verið að sýna hjarta og mannúð, og ekki að stunda pólitík. Hún bendir á að Ola Svenneby hafi ekki verið viðstaddur og sjái því ekki samhengið:

„Við höfum aldrei lesið úr Kóraninum undir guðsþjónustu. Við notum oft kvæði og ljóð, tónlist og mörg tungumál til að tjá bæn og samfélag. Þetta snýst um að hafa hjartað þitt með í því sem er að gerast í heiminum í dag. Stundum er það gyðingahatur, stundum Palestína.“

Sunniva Gylver biskup í Ósló ver einnig fyrirkomulagið. Í tölvupósti til NRK útskýrir hún að skilja beri upplestur úr Kóraninum sem ljóðræna athöfn til þess að sýna samúð með þeim þjáðu:

„Innan ramma slíks fyrirkomulags held ég að lestur úr Kóraninum, að minnsta kosti fyrir þá sem ekki eru trúræknir múslímar, beri að skilja sem ljóðrænan texta, í samúð með þeim sem þjást.“

Gylver bendir einnig á að Kampen kirkjan hafi haldið hefðbundna Passíuguðsþjónustu fyrr um daginn.


Neðanmálsgrein:

Hamas, vígasveitir íslamista, teljast hryðjuverkasamtök af ESB, Bandaríkjunum og mörgum öðrum ríkjum. Einræðis- og gyðingahatursstjórn Hamas hefur völdin á Gaza. Ísrael hefur háð varnarstríð gegn Hamas síðan 7. október 2023, eftir að hryðjuverkasamtökin frömdu fjöldamorð þar sem um það bil 1.200 ungir ísraelskir borgarar voru myrtir – mörgum konum var nauðgað áður en þær voru drepnar – og hundruðum var rænt til Gaza. Í ljósi þessa spyrja margir hvort kirkjan og aðrir aðilar eigi ekki frekar að sýna samstöðu með ísraelskum gyðingum.

Fara efst á síðu