Myndin sýnir riddarana fjóra sem tilgreindir eru í Opinberunarbókinni samkvæmt túlkun rússneska listamannsins Viktor Vasnetsov 18887.
Daglega mata fjölmiðlar og stjórnmálamenn okkur með frásögnum og viðvörunum um að tilvist okkar sem mannkyns og jarðarinnar sé ógnað vegna loftslagsbreytinga, sjúkdóma, styrjalda og dauða. Slíkur síbeljandi daglegur áróður um endalok lífsins mótar afskaplega dapra heimssýn og veldur streitu og geðveiki hjá mörgum. Vísindamenn við háskólann í Lundi benda á að hugmyndir um að jörðin sé að líða undir lok séu engan veginn nýjar af nálinni. Heimsendakenningar eru algengar í skráðri sögu mannkyns.
Blaženka Scheuer, lektor og dósent í Gamla testamentinu við háskólann í Lundi skrifar:
„Staðreyndin er sú að við höfum alltaf verið jafn nálægt eða jafn fjarri heimsendi, ef átt er við alþjóðlegt stórslys sem eyðir eða gjörbreytir lífinu. Hugmyndin um að mannlegt líf sé viðkvæmt og geti tekið snöggan endi er jafngömul mannkyninu.“
Löngu fyrir fæðingu Jesú voru sögur skrifaðar um hrikalegar hamfarir og dómsdagsatburði í súmerskum ritum og fyrstu ritum gyðinga. Opinberunarbók Biblíunnar lýsir meðal annars hvernig sólin verður svört, stjörnurnar falla niður og tunglið verður rautt eins og blóð. Samkvæmt Scheuer hefur Opinberunarbókin litað skoðanir og hugsanir fólks um heimsendi á síðari öldum og gerir enn. Scheuer skrifar:
„Biblían hefur gegnt svo stóru hlutverki í sögunni og menn hafa haft mismunandi viðhorf til hugmynda Opinberunarbókarinnar sem tekið hefur breytingum í tímans rás. Ekki ósjaldan eru heimsfaraldrar og sjúkdómar túlkaðar á grundvelli þessarar heimsendafrásagnar. Plágan og Covid-19 eru dæmi um það.“
Við getum haft áhrif
Hún hvetur alla, sem eru forvitnir um hugsanir fólks í fornöld um kreppur og ógnir, til að lesa Opinberunarbókina. Samtímis segir hún lesturinn geta verið erfiðan:
„Opinberunarbókin var skrifuð á tíunda áratugnum e.Kr. og þjónaði sem huggun og hvatning fyrir fólkið sem þurfti að þola miklar ofsóknir. Að hlakka til þess tíma þegar hið illa verður sigrað í eitt skipti fyrir öll gaf þeim von.“
Þótt að vonleysistilfinningar og hugsanir um yfirvofandi kreppur og hamfarir sem ekki er hægt að hafa áhrif á hafi alltaf verið til, þá telur Blaženka Scheuers að það sé undir hverri nýrri kynslóð komið að læra að takast á við eigin áskoranir og láta ekki sljóvga sig:
„Við getum hugsanlega varið okkur fyrir jarðskjálfta en í rauninni ekki haft áhrif á hann. Þegar kemur að loftslagsbreytingum, stríði og valdsstjórnum erum við ekki áhrifalaus. Við getum í reynd haft áhrif.“
Við höfum val
Í sama streng tekur Arnar Þór Jónsson í skrifum á blog.is: