Lagatillaga í Minnesota um að flokka „Trump heilkenni“ sem geðsjúkdóm

Repúblikanar í öldungadeildinni í Minnesota hafa lagt fram lagafrumvarp um að flokka „Trump heilkenni,“ Trump Derangement Syndrome, TDS, opinberlega sem geðsjúkdóm samkvæmt lögum ríkisins. Öldungadeildarþingmennirnir Eric Lucero, Steve Drazkowski, Walter Hudson, Justin Eichorn og Glenn Gruenhagen, leggja fram frumvarpið sem miðar að því að viðurkenna hina útbreiddu móðursýki sem hefur gripið vinstri menn víðs vegar um Bandaríkin allt síðan að Trump tilkynnti fyrst um framboð sitt árið 2015.

Fyrirhugað frumvarp, SF 2589 (sjá pdf að neðan), var lagt fram í öldungadeild Minnesota og vísað til meðferðar heilbrigðis- og mannþjónustunefndar. Leitast er við að breyta gildandi geðheilbrigðislögum svo skilgreina megi „Trump heilkenni“ sem:

„Bráða vænisýki í annars eðlilegum einstaklingum sem myndast hefur af viðbrögðum við stefnu Donalds J. Trump og forsetatíð hans, sem lýsir sér með einkennum mikillar málfarslegrar andúðar á Trump og hugsanlegu offorsi gegn stuðningsmönnum Trumps.

Fyrirhuguð skilgreining bendir til þess að Trump heilkenni komi fram sem vanhæfni til að greina á milli lögmæts munar á stefnum og þess sem frumvarpið skilgreinir sem „sálræna meinafræði“ í hegðun Trumps.

Sérstaklega myndi frumvarpið setja orðalag um Trump heilkenni inn í gildandi lagaskilgreiningar á geðsjúkdómum í köflum sem tengjast geðheilbrigðisþjónustu og greiningu og meðhöndla sjúkdóminn í raun sem klínískt auðþekkjanlegt ástand.

Þó að frumvarpið virðist vera háðsádeila eða sett fram í pólitískum tilgangi, þá er leitast við að festa þetta hugtak formlega inn í geðheilbrigðislög Minnesota, sem gæti hugsanlega gert ráð fyrir klínískri viðurkenningu eða meðferð á því sem frumvarpið lýsir sem heilkennum sem tengist tilfinningalegum viðbrögðum gagnvart pólitískri forystu.“

Vegna róttækra öfga-vinstri aðgerðarsinna sem áreita stuðningsmenn Trumps á almannafæri, ráðast á kosningaskrifstofur og jafnvel taka lög í gíslingu gegn forsetanum og stuðningsmönnum hans, þá halda repúblikanar því fram að tími sé kominn til að viðurkenna fyrirbærið sem raunverulega geðröskun.

Hvort sem S.F. 2589 verður að lögum eða ekki, þá er ljóst að Trump heilkennið er afskaplega raunverulegt og milljónir vinstri manna þjást af áhrifum þess. Spurningin er — er hægt að bjarga þeim?

Lesa má textann í heild sinni hér að neðan:

Fara efst á síðu