Lögfræðiheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek skrifar í færslu á X (sjá að neðan) að „alheimsstríðið gegn landbúnaðinum haldi áfram.“ Vísar hún til nýs erfðafjárskatts „kommúnistastjórnar“ Bretlands á landbúnaðinn sem mun knésetja marga bændur. Vlaardingerbroek skrifar: „Markmiðið er alltaf hið sama: að ná stjórn á matnum og þar með almenningi.”
Að erfa bændabýli í Bretlandi verður ekki lengur skattfrjálst. Eftir tvö ár verður tekinn upp 20% erfðafjárskattur á landbúnaðareignir yfir milljón punda. Samkvæmt BBC sagði Victori Vyvyan, formaður hagsmunasamtaka bænda „Country Land and Business Association” að afkoma 70 þúsund býla af 209 þúsund yrðu í hættu.
Hollenski lögfræðingurinn Eva Vlaardingerbroek, helgar bændum starfskrafta sína og er leiðandi í batáttunni gegn stríði glóbalizmans gegn bændum. Meðal annars tók hún þátt í myndun bændaflokks i Hollandi í kjölfar bændauppreisnarinnar þar sem kollvarpaði ríkisstjórn Mark Rutte sem reyndi að gera bændabýli upptæk í Hollandi. Eva Vlaardingerbroek fordæmir nýja erfðaskattinn á bændur í Bretlandi.
Að sögn Vlaardingerbroek er hugmyndafræði kommúnismans að störfum sem vill útrýma bændum. Hún segir:
„Þessi nýi erfðafjárskattur mun sérstaklega ganga af fjölskyldubúskap dauðum í Bretlandi. Ég hef þegar séð átakanlegar fréttir um að bóndi hafi hengt sig eftir að hafa frétt af þessum erfðafjárskatti.”
Hún segir að svipuð sjálfsvíg hafa oft gerst í Hollandi. Hún útskýrir:
„Þetta er alheimsstríð gegn bændum. Þetta er að gerast um allan hinn vestræna heim og markmiðið er auðvitað að drepa fjölskyldubúskapinn og smáfyrirtækin svo ríkið geti stjórnað matarframleiðslunni og þar með stjórnað almenningi. Því hvað verður eftir? Fjölskyldubúskapur verður ekki til lengur.“
„Það eina sem verður eftir er ríkisstýrður, miðstýrður landbúnaður þar sem þeir geta ráðskast með matinn þinn, stjórnað markaðnum og stjórnað þér.“
„Þess vegna vona ég að breskir bændur rísi upp, alveg eins og hollenskir, þýskir og franskir bændur hafa gert. Því þessari baráttu er hvergi nærri lokið.“
Elon Musk skrifar í athugasemd við færslu Evu:
„Við eigum að láta bændurna í friði.“