Hamfarahlýnunar- og heimsendaspámenn eru með allt á hvolfi. Það eru ekki loftslagsbreytingarnar sem eru hörmungin heldur hið gagnstæða: ef loftslagið myndi hætta að breytast. Það segir ástralski prófessorinn og jarðfræðingurinn Ian Plimer.
Ástralski prófessorinn og jarðfræðingurinn Ian Plimer gefur ekki mikið fyrir loftslagsviðvaranirnar. Hann bendir á að jarðfræðingar viti mikið um loftslagið:
„Það sem við sjáum í fortíðinni segir okkur til um það sem er að gerast í dag. Við jarðfræðingarnir höfum haft áhyggjur af loftslaginu í nokkur hundruð ár.“
„Fyrir okkur eru loftslagsbreytingar eðlilegar. Og við höfum aðeins orðið fyrir loftslagsbreytingum í 4.567 milljónir ár. Loftslagið er alltaf að breytast. Það sem ég myndi hafa áhyggjur af, er ef loftslagið hefði ekkert breyst. Þá hefðum við orðið fyrir loftslagsslysum!“
„Það sem við höfum einnig lært, er að loftslagið er sveiflukennt. Við höfum vitað það í meira en hundrað ár. Þegar við erum nær sólinni er aðeins hlýrra. Þegar við erum lengra í burtu er aðeins kaldara. Við getum mælt þessar sveiflur… Við vitum líka að sólin sendir frá sér mismikla orku. Við höfum vitað það í 330 ár. Og þetta eru tveir drifkraftar loftslagsins: Magn orkunnar sem kemur frá sólinni og hversu nálægt við erum sólinni.“