Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna stakk upp á við Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada að landið verði 51. fylki Bandaríkjanna og Trudeau fylkisstjóri. Þessi umræða átti sér stað í Mar-a-Lago í Flórída þegar Trudeau flaug suður til þess að hitta Trump vegna áforma hans um að setja tolla á Kanada. Umræðan spannst milli þeirra þegar Trudeau kom “unanounced“ síðastliðinn föstudag vegna áforma Trump um að leggja 25% tolla á Kanada og Mexíkó því ríkin láti viðgangast straum ólöglegra innflytjenda frá 70 löndum inn í Bandaríkin ásamt taumlausu flæði fíknefna á vegum glæpaklíka.
25% TOLLAR MYNDU RÚSTA KANADA
Trudeau var brugðið og kvað 25% tolla myndu algerlega gera útaf við kanadískan efnahag; “…would kill Canadian economy completly.“ Trump svaraði: “Svo þjóð þín þrífst ekki nema „ripping off…“Bandaríkin árlega um 100 milljarða dollara,“ og menn hlógu. Trump bætti við brosandi að Kanada gæti orðið 51. ríki Bandaríkjanna og Trudeau fylkisstjóri. Umræðan hélt áfram og var stungið upp á því að Kanada yrði skipt í tvö fylki; austur & vestur. Þessi orðaskipti þeirra félaga hefur vakið mikla athygli vestanhafs.