Kalli Snæ í góðra vina hópi

Sá læknir landsmanna sem hefur bestu kosti til að vera landlæknir, Kalli Snæ, er staddur í Bandaríkjunum að ræða heilbrigðismál með heiðarlegum vísindamönnum í því stóra landi. Hann setti mynd af sér með Robert Kennedy yngri í færslu á Facebook og segir spaugslega að allt sem gerist séu tilviljanir og á við eins og hann skrifar einnig „Merkilegar tilviljanir sem eru ekki til.“

Kalli Snæ skrifar frá Chicago á Facebook:

Dagar í „tilviljun“

Enn ein tilviljunin [not] — á einum degi fyrir ári síðan — og svo einn dagur eftir í kosningarnar hér — 1+1+1+1 — og við Laufey, auðvitað af tærri tilviljun í Buckingham slotti þeirra Chicagobúa á 40.hæð – í hjarta- og himnakljúfri borgarinnar ☺️

PS. Ef vel er að gáð má sjá „lítinn“ hest yfir vinstra brjóstsvæði mínu og það auðvitað til viðbótar öðrum ekki tilviljunum dagsins 😜


Undir myndina af sér með Robert F. Kennedy yngri sem núna er á fullu í kosningabaráttunni skrifar Kalli Snæ:

„Við Siggi hittum þennan flotta gaur í dag, alger tilviljun eins flest sem skeður í dag. Merkilegar tilvijanir sem eru ekki til.“

Hér að neðan er myndskeið með ræðu Robert F. Kennedy yngri, þar sem hann skýrir, hvað hann muni gera, ef Donald Trump vinnur kosningarnar. Kennedy gekk til liðs við Trump eins og frægt er orðið og Trump lofar að „sleppa honum lausum í heilbrigðismálin“ fái hann tækifæri til að mynda næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Fara efst á síðu