Jólin sem aldrei gleymast

Á aðfangadagskvöld sendi Trump forseti frá sér nýtt myndband með nafninu „Jól sem munað verður eftir“ – A Christmas to Remember. Upptakan var gerð jólin 2018 og Sarah Huckabee Sanders fyrrverandi fulltrúi Hvíta hússins er sögumaður.

Trump forseti, Melania Trump og teymi þeirra fóru í leynilega ferð til Norður-Íraks þar sem Bandaríkjamenn voru staðsettir. Hermennirnir á staðnum höfðu enga hugmynd um að forsetahjónin kæmu í heimsókn. Mikil fagnaðarlæti brutust út, þegar þau komu fram fyrir hermennina.

Frásögn Sarah Huckabee Sanders:

„Við fórum um borð í Air Force One í algjöru kolniðamyrkri að næturlagi. Við lentum í stríðshrjáðum vesturhluta Íraks – engin ljós voru á flugbrautinni. Hundruð hermanna voru saman komnir í matsalnum. Þeir höfðu alls enga hugmynd um að forsetinn og forsetafrúin væru að fara að birtast. Þegar þau gerðu það, þá var það sjón og hljóð og sena sem ég vona að ég muni aldrei gleyma. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.

Þetta var sú ættjarðarást sem Trump forseti færði aftur til landsins okkar. Einn ungu hermannanna kallaði aftan úr salnum: – Herra forseti, ég skráði mig aftur í herinn þín vegna. Og Trump forseti svaraði á hæl: Sonur, ég er hérna vegna þín.“

Sjáið myndskeiðið hér að neðan:

Fara efst á síðu