Joe Rogan varar við aukinni ritskoðun

Það eru aðeins nokkrar vikur í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og báðir aðilar vara við því sem muni gerast ef hinn aðilinn vinnur. Hinn vinsæli hlaðvarpsstjórnandi Joe Rogan varar eindregið við því, að málfrelsið sé í hættu ef Kamala Harris vinnur.

Demókratar og valdhafar í Bandaríkjunum vara ítrekað við því, að Donald Trump ógni lýðræðinu. Allur æsingurinn og áróðurinn gegn Trump er talinn hafa átt sinn þátt í tveimur morðtilraunum á 45. forseta Bandaríkjanna. Og enn er talað um Trump sem fasista, rasista, nasista og Guð veit hvað, rétt eftir morðtilræði númer tvö.

Þeir sem styðja Trump vara hins vegar við því, að Kamala Harris og varaforsetaframbjóðandi hennar Tim Walz muni ráðast gegn málfrelsinu komist þau til valda. Þegar er ráðist að Trump með mörgum ákærum til að skerða möguleika hans til að nýta málfrelsið í forsetakosningunum.

Einungis hægt að mæta röngum fullyrðingu með frjálsri umræðu

Joe Rogan ræðir, hvernig ríkisstjórn Harris og Walz gæti skert tjáningarfrelsið, nái þau kjöri. Í nýjum þætti vekur Rogan athygli á yfirlýsingu Walz um, að „falsupplýsingar“ eigi ekki að njóta verndar bandarísku stjórnarskrárinnar. Málfrelsið er tryggt í fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar. Rogan segir:

„Ég held að þau verði enn aðgangsharðari. Ég held að þau reyni það sama og gert var með Twitter, og þau munu einnig reyna að gera aðra hluti. Á meðan Covid gekk yfir, þá var allt harðlega kveðið niður sem gekk gegn fullyrðingum yfirvalda. Til dæmis kom í ljós, að andlitsgrímur vernduðu ekki eins og haldið var fram og þaggað var niður í þeim sem vöktu athygli á því.“

Rogan segir að einungis sé hægt að upplýsa um og berjast gegn „röngum skoðunum“ með frjálsri umræðu, þar sem rökin fái að koma fram. Hann segir:

„Markmiðið með fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar er, að ef að þú heldur einhverju röngu fram og síðan kemur sérfræðingur með það sem rétt reynist, þá verður viðkomandi leiðréttur.“

Elon Musk, sem stendur í málfrelsisbaráttu víða um heim, tekur undir með Joe Rogan á X: „Joe Rogan hefur algjörlega á réttu að standa.“

Fara efst á síðu