Óvinir Úkraínu og Rússlands gera allt til að koma í veg fyrir hugsanlegan frið með þátttöku Donald Trumps sem verður formlega settur í embætti forseta Bandaríkjanna í byrjun janúar. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden stjórnarinnar var nýverið í viðtali hjá ABC og skýrði frá því, að hann hefði fengið skipun beint frá forsetanum að ganga frá gríðarlegum vopnasendingum til Úkraínu með hraði svo stríðið hætti ekki, þótt nýr forseti taki við völdum í Hvíta húsinu.
Donald Trump hefur margsinnis lýst afstöðu sinni til Úkraínustríðsins og þeirri hrottalegu slátrun sem þar á sér stað. „Ég vil að fólk hætti að deyja, ég vill ekki að neinn sé að deyja.“
Gríðarleg aukning herbúnaðar til Úkraínu – stríðinu má ekki ljúka þann 21. janúar
Jake Sullivan sagði í viðtalin við ABC:
„Það fyrsta sem ég er að segja, er að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur í þessa 50 daga til að koma öllum þeim vopnum til Úkraínu sem við mögulega getum til að styrkja stöðu sína á vígvellinum svo þeir verði sterkari við samningaborðið. Biden forseti fyrirskipaði mér að hafa umsjón með gríðarlegri aukningu herbúnaðar sem við erum að afhenda Úkraínu, þannig að við höfum eytt hverjum einasta dollara sem þingið hefur ráðstafað okkur, þegar Biden forseti lætur af embætti.“
„Þetta er fyrst og fremst það sem við einbeitum okkur að. Ég hef hvatt Úkraínumenn til að sýna nýjum komandi stjórnvöldum áhuga eins og þeir sýna öllum bandamönnum okkar og samstarfsaðilum vegna þess að Úkraínustríðið er ekkert að fara að hverfa þann 21. janúar.“
BIDEN WANTS A MASSIVE SURGE OF WEAPONS TO UKRAINE.
— Citizen Free Press (@CitizenFreePres) December 3, 2024
Congress approved the final tranche a few months ago. There are still $7 billion in weapons shipments that haven't been announced.pic.twitter.com/O5hV3Oe76n
Nató varar Donald Trump við að semja um frið í Úkraínustríðinu

Nýskipaður aðalritari Nató, fv. forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, varar Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna við því að koma á friði í Úkraínustríðinu. Rutte vill að Trump lýsi því yfir að Bandaríkin verði áfram aðili að Nató og styðji Úkraínustríðið. Rutte sagði:
„Nató stafar mikil ógn frá Kína, Íran og Norður-Kóreu ef Úkraína neyðist til að skrifa undir friðarsamning.“
Rutte útskýrir stöðuna: