Scott Ritter, fyrrverandi eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, segir í Judging Freedom, að hin stórtæka eldflaugaárás Írans á Ísrael sýni, að eldflaugavarnir Ísraela og Bandaríkjanna séu algjörlega gagnslausar.
Að sögn Scott Ritter var hefndarárás Írans á Ísrael „mikil sýning á hernaðargetu Írans.“ Hann bendir á, að Ísrael og Bandaríkin ættu að hugsa málið vandlega, áður en þeir koma með mótleik, –afleiðingarnar gætu orðið aðrar en reiknað er með. Scott Ritter sagði:
„Myndband frá þessari árás sýnir það sem virðist vera háhljóðflaugar sem koma inn í umtalsverðum fjölda og lenda á skotmörkum á jörðu niðri. Athugið hversu mikið af eldflaugum var sent sem einfaldlega hefur yfirbugað loftvarnir Ísraels. Íranar virðast einnig hafa notað nútímalegri eldflaugar, háhljóðaflaugina Fattah-2.“
Að sögn Ritter hafa Íranar notað mismunandi gerðir eldflauga. Og þeir beittu fullkomnari vopnum en í fyrri hefndarárás gegn Ísrael í apríl. Scott Ritter heldur áfram:
„Það sem við sáum hér, er að Ísrael er varnarlaust. Algjörlega. Kannski skutu þeir niður tíu prósent af eldflaugunum. Íran ofgerði varnarskildi Ísraels. Og það var ekki bara skjöldur Ísraels. Ísrael fékk aðstoð frá Bandaríkjunum. Þannig að í rauninni hefur flóknasti eldflaugaskjöldur heims sýnt sig vera algjörlega gagnslaus. Þetta er í sjálfu sér kveðja til Ísraelsmanna. Vegna þess að þeir tala um hefnd. Ef Ísrael hefnir sín á verulegan hátt hefur Íran þegar komið nýjum eldflaugum fyrir.“
Scott Ritter, fv. eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna.
Íranar geta líka ráðist á bandarískar herstöðvar á svæðinu, segir Scott. Það er ómögulegt að útiloka það.
Samkvæmt Times of Israel segist ísraelski herinn hafa stöðvað „mikinn fjölda“ eldflauganna. PressTV segir að Íran hafi náð yfir 90% árangri með eldflaugaárásinni. Meðal annars er fullyrt að herstöðvar hafi verið sprengdar í loftið í Tel Aviv.