Íslendingur ráðinn sem leigumorðingi – myrti sósíaldemókratíska stjórnmálakonu í Stokkhólmi

Netmiðillinn Samnytt greinir frá 41 árs fíkniefnaneytandanum Johan Svensson sem skaut og drap Kristinu Bah, 63 ára stjórnmálakonu hjá sósíaldemókrötum, í úthverfi Stokkhólms í október í fyrra. Morðið var framið gegn greiðslu, fyrir hönd glæpagengis. Í yfirheyrslum lögreglu játaði Svensson morðið og lýsti yfir mikilli iðrun. „Ég tærist allur að innan, ég skil þetta ekki. Þetta er ekki ég“ segir hann.

Í byrjun október síðastliðið ár, þá skráði hinn 40 ára gamli fíkniefnaneytandi Johan Svensson sig inn í Signal appið í farsímanum. Þar komst hann í kynni við glæpamenn sem voru að leita að leigumorðingjum til ýmissa morða fyrir glæpahópinn. Svensson er með langa sögu fíkniefnaneyslu að baki sér og hann leitaði eftir „skjótum peningum.“

Viltu skjóta eða sprengja? – 260 þúsund íslenskar krónur fyrir morðið (20 þúsund sænskar)

Af spjallsamskiptum sem lögreglurannsóknin sýndi virðist sem Johan Svensson hafi verið boðnar 20.000 sænskar krónur fyrir að sprengja eða skjóta útidyrahurð eða heimili. Eða 60.000 sænskar krónur fyrir samtals þrjú morð.

Væntanlegur viðskiptavinur telur að hinn ljóshærði og bláeygði Johan sé fullkominn fyrir drápið. Hann skrifar í Signal appinu.„Já, þetta er flott, engum dettur í hug að gruna þig.“ Johan hefur ekki tekið út refsingu og er hikandi við verkefnið. Hann vill hugsa málið aðeins betur.

Rúmum tveimur vikum síðar er Kristina Bah, 63 ára gömul jafnaðarkona og stjórnmálamaður sænsku kirkjunnar, skotin til bana í íbúð sinni í Akalla úthverfinu í Stokkhólmi. Nágranni finnur hana myrta á gólfinu í forstofunni. Önnur 56 ára gömul kona er skotin á heimili sínu sama dag í nágrenninu en lifir af árásina.

Kristina Bah var skotin til bana á heimili sínu. (Mynd Facebook/lögreglan).

Leit að ódæðismanninum

Sonur Kristinu Bah er glæpamaður og meðlimur í glæpaklíkunni Híenur Husbys Lögreglan tengir morðið þeirri staðreynd. Ítarleg leit hófst að morðingjanum og sem betur fer fyrir rannsóknarmennina er leigumorðinginn ekki atvinnumaður. Morðinginn var með farsíma á báðum stöðunum og hægt að rekja ferðir hans með tengingum við mismunandi farsímamöstur.

Kvöldið fyrir morðið borðaði Johan Svensson á McDonalds á Södermalm. Þar hafði hann einnig símann meðferðis. Hann hefur jafnvel verið tekinn upp á myndband af eftirlitsmyndavél inni á hamborgarastaðnum þar sem hann hélt á símanum í hendi sér.

DNA úr Johan Svensson finnst á einu af skothylkjunum á vettvangi glæpsins. Þar að auki segir vitni að hún hafi séð hann nálægt vettvangi glæpsins.

Játaði við yfirheyrslu

Um miðjan nóvember er Johan Svensson handtekinn. Í fyrstu yfirheyrslunni fær hann ákærurnar lesnar upp fyrir sig en neitar að hann hafi nokkuð með morðið eða skotárásirnar að gera. „Ég neita því“ sagði hann 15. nóvember síðastliðinn.

En í mars á þessu ári, brotnar Johan Svensson niður við lögregluyfirheyrslu. Hann viðurkennir þá að hann hafi verið sá sem skaut hina 63 ára gömlu jafnaðarkonu til bana.

Hann hrópar:

„Ég viðurkenni að ég skaut þennan einstakling. Ég skil þetta ekki. Þetta étur mig sundur að innan, ég skil þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er svo djöfulli hræddur við hvað getur komið fyrir fjölskyldu mína. Ég hlýt að hafa gert eitthvað djöfulli brjálæðislegt.“

Ákærður fyrir morð og tilraun til manndráps

Johan Svensson hét áður Guðmundur Mogensen. Hann fæddist í Svíþjóð en móðir hans flutti frá Íslandi. Að sögn vitna talar hann íslensku. Núna er Johan Svensson 41 árs gamall ákærður fyrir morðið á Kristinu Bah og tilraun til morðs á annarri 56 ára konu sama dag.

Tveir aðrir einstaklingar, 52 ára gamall karlmaður og 31 árs gömul kona, eru einnig ákærð fyrir morð og tilraun til morðs eða aðstoð við og hvatningu til þessara glæpa.

Fara efst á síðu