Iido frá Sómalíu getur varla gert sig skiljanlega á sænsku eftir 16 ára nám

Sænska ríkisstjórnin er að hugsa um að setja þak á hversu mörg ár fólk getur verið að læra sænsku á kostnað ríkisins. Rætt er um að hætta að borga fyrir sænskukennslu fólks eftir þrjú ár. Ef fólk lærir ekki grundvallaratriði málsins á þeim tíma, þá er ekki vert að borga þeim fyrir lengri tíma.

Hinn 39 ára gamla Iido Karshe frá Sómalíu sem á heima í Falkenberg er í hópi þeirra sem sænska ríkissjónvarpið SVT hefur lýst sem „hæfileikaregninu“ yfir Svíþjóð. Þáverandi forsætisráðherra Stefan Löfven, krati, lýsti því yfir „að samfélagið muni njóta góðs af hæfileikunum í nánustu framtíð.“ Iido kom til Svíþjóðar árið 2008 fyrir 16 árum síðan. Allan tímann hefur Iido stundað nám í sænsku fyrir innflytjendur, SFI en getur enn ekki gert sig almennilega skiljanlega, þegar hún talar sænsku. Þegar SVT tók viðtal við hana, þá þurfti að setja með textaræmu á sænsku svo áhorfendur skildu hvað hún var að segja.

Segist þurfa miklu lengri tíma en þrjú ár að læra sænsku

Iido finnst það vera eðlilegt að það taki langan tíma að læra sænsku. Hún telur sig ekki vera lata en hafi aðeins verið í skóla í hálft ár í heimalandi sínu, Sómalíu, og var ólæs þegar hún kom til Svíþjóðar. Iido segir að það taki tíma að læra sænsku verandi fjögurra barna einstæð mótir sem vinnur samhliða sænskunáminu. Iido vinnur við þjónustu aldraða og þar er krafan að starfsfólk geti talað sænsku sem hún á erfitt með.

SVT vakti athygli á tillögu ríkisstjórnarinnar og Svíþjóðardemókrata um að sænskunámi verði lokið í síðasta lagi eftir þrjú ár. Iido finnst það óeðlileg krafa. Sænska er ekki það eina sem Iido á erfitt með að aðlagast. Eftir 16 ár í landinu er hún enn múslímskur bókstafstrúarmaður og í þætti SVT klæðist hún svörtum klæðnaði með þéttri slæðu.

Þriðji hver innflytjandi nær ekki grunnprófi í sænsku eftir fimm ára nám

Iido er ekkert einsdæmi um erfiðleika sænskunámsins. Í öðrum þætti segir SVT að þriðji hver innflytjandi hafi ekki lokið einum einasta undiráfanga í sænsku fyrir innflytjendur, SFI eftir fimm ára nám, hvað þá staðist allt námskeiðið. Tölurnar koma frá sænsku yfirvöldum skólamála Skolverket.

Fara efst á síðu