Hvað er að gerast í Serbíu? Litabylting, ný valdataka?

Fyrir tæpu ári staðfesti þing Serbíu nýja ríkisstjórn. Biden stjórnin refsaði tveimur af ráðherrum núverandi stjórnar sem eru hliðhollir Rússum. Aleksandar Vučić forseti Serbíu hefur neitað að taka þátt í refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Hann hefur einnig leyft rússneskum fjölmiðlum eins og RT og Spútnik að sjást á Balkanskaga.

Serbíu er ekki aðili að ESB en er í aðlögunarferli að sambandinu en núverandi ríkisstjórn vill frið í Úkraínu og styður ekki vopnakaup og fjáraustur til Úkraínu. Það er að sjálfsögðu eitur í beinum harðstjóra ESB og annarra glóbalizta.

Mótmæli fóru fram föstudagskvöld sbr. myndskeið að neðan og rætt um fyrirhuguð mótmæli í Serbíu gegn sitjandi, lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn í dag. Mótmælendurnir samþykkja ekki afstöðu núverandi forystu til Úkraínustríðsins. Serbneska fréttastofan B92.net birti afhjúpandi frétt um fyrirhuguð mótmæli á laugardag, í dag, í Belgrad. B92.net segir, að stjórnarandstæðingar og námsmenn hafi í leyni skipulagt valdarán.

b92.net greinir frá:

Hópur stjórnarandstæðinga og námsmanna ætla að gera kröfu um bráðabirgðastjórn í mótmælum sem boðuð hafa verið á laugardaginn í Belgrad (í dag). Einnig að ákveðinn hópur fólks þeirra framkalli ofbeldi, sem gæti leitt til borgarastríðs. Þetta má heyra á hljóðupptöku sem fjölmiðlum var sent og Pink, Informer, Prva, Studio B og Happy birtu almenningi. Myndböndin sýna greinilega áætlun um að skapa óstöðugleika og undirbúna valdarán.

Fjölmiðlarnir fimm fullyrða að þeir hafi staðfest að myndbandið sé ekta, sem var gert á fundi þann 12. mars í húsnæði Movement of Free Citizens (PSG) í Novi Sad. Þeir sem sóttu fundinn voru meðal annarra Mila Pajić, Dejan Bagarić, Mladen Cvijetić, Branislav Đorđević, Marija Vasić, Đrđević, Doroteja Antić, Jovan Dražić, Lazar Dinić, Anja Pitulić, Davor Stefanović og Lado Jovović. Mila Pajić segir í upphafi myndbandsins:

„Ég held að við getum framkvæmt nokkrar skæruliðaaðgerðir. Það verður augljóslega mikið af fólki, við getum ekki stjórnað þeim mannfjölda, nema með einhverjum skæruliðaaðgerðum. Við skulum reyna að lita hluta af þeim mótmælum með pólitískri áferð, sýnum merki bráðabirgðastjórnarinnar… Við munum fá bestu mögulega atburðarás. Það sem við getum ekki stjórnað er innrás í einhverja stofnun og við munum sjá hvort það gerist eða ekki.“

Samkvæmt BLIC.rs voru hljóðupptökurnar sendar til nokkurra serbneskra fjölmiðla á föstudaginn. Voru þær spilaðar á nokkrum sjónvarpsstöðvum föstudagskvöld, þar sem heyra má í stjórnarmeðlimum Hreyfingar frjálsra borgara skipuleggja óeirðir í fyrirhuguðum mótmælum í Belgrad 15. mars. Meðal annars var sagt að þeir myndu „brjótast inn í ríkisútvarpið RTS.“ Meira síðar.

Hér má sjá myndskeið af mótmælunum á föstudagskvöldið í Belgrad:

Fara efst á síðu