Hundruð manna hafa farist og gríðarlegt tjón af völdum fellibylsins Helenu í Bandaríkjunum

Talið er að yfir 100 manns hafi látist á rúmlega 500 mílna leið fellibylsins Helena á suðaustursvæði Bandaríkjanna. Milljónir eru rafmagnslausir. Tjónið er svo gríðarlegt að engin leið er á þessari stundu að hafa heildaryfirsýn yfir hvorki fjölda látinna eða slasaðra. Er þetta með verstu dæmum fellibylja í sögu Bandaríkjanna.

Trump forseti heimsótti svæði í Georgia og hélt blaðamannafund í Valdosta, Georgíu. Hann gagnrýndi harðlega að núverandi forseti heimsótti ekki svæðin og núverandi varaforseti sendi bara tildurmyndir af sér talandi í síma sem úrlausn vandans. Trump stofnaði neyðarsjóð fyrir fórnarlömb fellibylsins og söfnuðust yfir milljón dollara fyrstu tvo klukkutímana. Hér að neðan má sjá myndskeið um þau flóð og það tjón sem Helena hefur valdið. Einnig er myndskeið frá blaðamannafundi Trump.

Fara efst á síðu