Bence Rétvári, aðstoðarinnanríkisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir innflytjendastefnu Evrópusambandsins. (Mynd © Elekes Andor/ Wikipedia).
Aðstoðarinnanríkisráðherra Ungverjalands hefur tjáð sig um flóttamannavandann sem hefur gríðarleg áhrif á stóran hluta Evrópu. Hann segir að öryggi almennings sé í hættu vegna allra innflytjenda og nefnir Svíþjóð sem dæmi um víti til varnaðar.
Innflytjendastefna Svíþjóðar er notuð sem hryllingsdæmi í mörgum Evrópulöndum. Þjóðólfur hefur áður greint frá því, að danskir stjórnmálamenn eru orðnir langþreyttir á „sænskum“ glæpamönnum sem fremja alvarlega glæpi í Danmörku. Danir segja að bæði krataflokknum sem og borgaralegri ríkisstjórn Svíþjóðar hafi mistekist með innflytjendamálin.
Miðillinn Um Ungverjaland „About Hungary“ skrifar, að aðstoðarinnanríkisráðherra Ungverjalands, Bence Rétvári, hefi einnig sagt sitt álit á innflytjendum til Evrópu undanfarna áratugi. Ráðherrann skrifar að „öryggi almennings sé í hættu vegna fólksflutninga.“ Er hann þar meðal annars að vísa til nýlegra tónleika í Vínarborg í Austurríki með Taylor Swift sem varð að aflýsa vegna hryðjuverkaáforma.
Nefndi fleiri dæmi
Sem dæmi um misheppnaða stefnu í innflytjendamálum nefndi ráðherrann einnig bresku stúlkurnar þrjár sem nýlega voru stungnar til bana af 17 ára Rúanda, sem leiddi til víðtækra mótmæla og óeirða um allt land í Bretlandi.
Ráðherrann segir, að glæpirnir séu ekki alltaf framdir af innflytjendum sem eru nýkomnir til Evrópu, heldur allt of oft af börnum innflytjenda. Ástæðan fyrir því, að börn innflytjenda fremja glæpi telur ráðherrann vera þá staðreynd, að Evrópusambandið „getur ekki og vill ekki aðlaga þau.“ Ráðherrann sagði:
„Stjórnmálamenn sem styðja innflytjendur geta ekki horfst í augu við raunveruleikann: þeir segjast mæla fyrir umburðarlyndi en fórna með því öryggi almennings.“
Rétvári tók einnig upp Svíþjóð sem ógnvekjandi dæmi:
„Átakanlegir atburðir eiga sér stað daglega frá Svíþjóð til Ítalíu sem hefðu aldrei gerst án fólksflutninganna.“
Ungverjaland lítur ekki einungis á að glæpir sem tengjast innflytjendum verða sífellt meira áberandi í Evrópu. Nýlega stofnaði Viktor Orbán, forsætisráðherra landsins, flokkshópinn „Föðurlandsvinir Evrópu“ á ESB-þinginu, sem núna er þriðj stærsti flokkshópurinn. Hópurinn mun meðal annars beita sér fyrir minni innflutningi til Evrópu.