Hollenskur bankastjóri vill opna einstaklingsbundna kolefnisreikninga

Hollenski lögfræðiheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek var nýlega í viðtali hjá sjónvarpsstöðinni GBN í Bretlandi. Þar ræddi hún markmið glóbalizta með stafrænum vegabréfum og hvernig koma eigi á alræðiseftirliti með hverjum einasta einstaklingi. Hún sagði að verið væri að hefja tilraunir með einkakvóta kolefnis á einstaklingsgrunni og vísaði til bankastjóra eins stærsta bankans í Hollandi sem hefði tekið málið upp. Vlaardingerbreok sagði (sjá myndskeið að neðan):

„Stafræn auðkenni er ekki bara vegabréf á stafrænu formi sem þú hefur á iPhone snjallsímanum þínum. Vegabréfið inniheldur nánast allt sem stjórnvöld myndu vilja vita um þig. Við sáum gott dæmi um það í hollenskum fjölmiðli í gær, hvað þetta getur þýtt í nánustu framtíð.

Við heyrðum forstjóra eins stærsta bankans í Hollandi segja: „Af hverju byrjum við ekki með kolefnisreikninga?“ Já, hún kallaði það kolefnisveskið. Það er í samræmi við þær áætlanir sem fólkið á World Economic Forum hefur fyrir okkur

Hún sagði það á þann hátt sem var svolítið skrýtinn. Hún sagði að ef allir fá persónulegan kolefnisreikning, af hverju gerum við þá kerfið ekki þannig, að ríkt fólk sem langar að fara aðeins oftar í frí, getur keypt persónulega kolefnislosun af öðrum til dæmis þeim sem hafa ekki efni á að kaupa flugmiða eða borða kjöt of oft? Þannig verður hægt að skipta þeim út.“

Fara efst á síðu