Enn einn hnífabrjálæðingurinn réðst á vegfarendur í miðborg Amstardam í dag. Fimm manns særðust í árásinni meðal annars eldri kona og stúlka. Árásin átti sér stað um hálf fjögurleytið. Einn búðarstarfsmaður varð vitni að atburðinum sagði við Algemeen Dagblaðið að árásin hefði verið mjög óhugnanleg:
„Viðskiptavinirnir sáu eldri konu verða hnífstungna í bakið. Hún var þarna ásamt manni sínum. Ég sá hana fyrst eftir að hún lá á jörðinni. það var mjög óhugnanlegt.“

Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam hefur sagt fjölmiðlum að fyrst hafi verið tilkynnt um rán á vettvangi. Tildrög gerandans eru enn óljós.