Marcus Wallenberg og Klaus Schwab eru vopnabræður í styrjöld glóbalizmans gegn jarðarbúum. (Mynd Wikipedia CC4.0).
Sænska Wallenberg-fjölskyldan tapar á kosningasigri Donald Trump í Bandaríkjunum. Hlutabréf vopnaframleiðandans Saab lækkuðu um 1,8% á miðvikudaginn vegna ótta um að stríðinu ljúki í Úkraínu.
Að sögn hlutabréfasérfræðinga tengist tapið áhyggjum um að líkur hafi aukist að samið verði um frið í Úkraínu eftir kosningasigur Donald Trumps í Bandaríkjunum.
Henric Hintze, sérfræðingur hjá ABG Sundal Collier, skrifar í tölvupósti til Dagens Industri:
„Þetta snýst líklega um að markaðurinn metur meiri líkur á að Úkraínustríðinu ljúki á næstunni.“
Eitt af kosningaloforðum Donald Trump var að ef hann yrði kjörinn forseti, þá myndi hann koma á friði í Úkraínu jafnvel áður en hann sver embættiseiðinn í janúar. Hann segist hafa tilbúna áætlun til að ná þessu.
Að Trump vann í Bandaríkjunum eru því vonbrigði fyrir marga sem ætluðu sér að verða ríkir á Úkraínustríðinu með því að kaupa hlutabréf í Saab. Yfir 200 þúsund nýir hluthafar hafa verið skráðir hjá Saab eftir að Úkraínustríðið braust út.