Hizbollah undirbjó innrás í Ísrael í tengslum við árás Hamas 7. október.

Vígasveitir Hizbollah (mynd Khamenei.ir/Tasnim News Agency)

Ísraelska varnarmálaráðuneytið upplýsir, að íslamskar hryðjuverkasveitir Hizbollah hafi verið með 3.000 hryðjuverkamenn tilbúna til að ráðast inn í Ísrael eftir fjöldamorð Hamas á óbreyttum gyðingum þann 7. október í fyrra. Innrásinni var hrundið með því að Ísraelsher gerði áhlaup á hvorki meira né minna en eitt þúsund staði.

Times of Israel segir, að hryðjuverkasveitir Hizbollah voru tilbúnar til að fylgja eftir hryðjuverkaárás Hamas þann 7. október 2023, þegar yfir 1.200 óbreyttum gyðingum var slátrað og hundruðum rænt í hrottalegustu árás og slátrun Gyðinga síðan í Helförinni. Hryðjuverkasveitir Hizbollan voru tilbúnar að ráðast inn í Ísrael yfir landamæri Líbanon að Galíleu en hersveitum Ísraels tókst að verjast með miklum áhlaupum gegn hryðjuverkasveitum Hizbollah. Þetta hefur ekki áður verið þekkt.

Árásaráætlun Hezbollah var að drepa jafn marga gyðinga og Hamas tókst að gera. Heryfirvöld Ísraels velja að opinbera þessar áður leyndu heraðgerðir í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraels á líbanskri grundu til að stöðva eldflaugaárásir hryðjuverkahersins yfir landamærin, sem hefur hrakið nokkra tugi þúsunda Ísraela frá heimilum sínum.

Sprengdu neðanjarðargöng og tóku vopn

Árásirnar á síðasta ári miðuðu meðal annars að því að leggja hald á vopn, eyðileggja jarðgöng, víghreiður og vopnabúnað Hizbollah sem átti að nota til innrásar í Ísrael. Aðgerðir Ísraelshers áttu sér stað samhliða því að Ísraelsher fór inn á Gaza til að útrýma Hamas en án þess að ísraelska sérsveitin þurfi að takast á við Hizbollah-hryðjuverkamenn í skotbardögum.

Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, birti upplýsingarnar á blaðamannafundi sem haldinn var bæði á hebresku og ensku. Hagari sýndi myndir og kort af undirbúningi Hizbollah fyrir fyrirhugaða innrás í Ísrael og hvernig leynilegar aðgerðir Ísraelshers í suðurhluta Líbanon komu í veg fyrir innrásaráætlun Hezbollah. Á kortinu hér að neðan má sjá hvernig hryðjuverkasveitir Hizbollah voru að undirbúa innrás í Ísrael.

Hagari sagði:

„Hermenn okkar fóru inn í neðanjarðarinnviði Hizbollah, fundu faldar vopnageymslur Hezbollah og tóku vopnin og eyðilögðu – þar á meðal háþróuð vopn sem framleidd voru í Íran.“

Öflugasti herinn í Líbanon

Hizbollah hefur lengi verið sterkasti hernaðarmáttur Líbanons og mun sterkara en hinn löglegi líbanski her. Ísraelar vonast til að geta útrýmt hryðjuverkasveitum Hizbollah á sama hátt og hryðjuverkasveitum Hamas.

Ein af fjöldamörgum neðanjarðargöngum Hizboallah sem Ísraelsher hefur fundið og eyðilagt. (Mynd ísraelska varnarmálaráðuneytið).

Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sem einnig var með á blaðamannafundinum, sagði eftir að myndir voru sýndar af mörgum þungavopnum sem Ísraelsher lagði höldur á:

„Allt það sem þið sjáið hér – vopn, eldflaugar, sprengiefni – eru hergögn sem Ísraelsher fann. Þessi vopn ætlaði Radwan herinn að nota í árás á ísraelska borgara til að drepa þá og ræna. 60.000 Ísraelar voru á flótta og von er að þeir geti snúið aftur til heimila sinna í norðurhluta Ísrael.”

Vilja að lögmæt stjórnvöld nái aftur yfirráðum yfir Líbanon

Það kom einnig skýrt fram á blaðamannafundinum, að Ísraelar hafa engin áform um að fara lengra inn í Líbanon með innrásarlíkum hætti. Þeir munu hins vegar gera það sem þarf til að uppræta vígi Hizbollah við landamæri Ísraels.

Annar tilgangur er að veikja Hizbollah svo mikið, að valdahlutföllin í Líbanon breytist, þannig að lögmæt stjórnvöld nái aftur yfirráðum yfir stórum hluta landsins, sérstaklega í suðri, sem í dag eru í raun undir stjórn Írans í gegnum Hezbollah. Hin íslamska einræðisstjórn Írans styður og fjármagnar hryðjuverkasveitir Hizbollah og sér þeim fyrir vopnum.

Bandaríkin greina Hizbollah sem hryðjuverkasamtök. Evrópusambandið er hlynnt borgaralegum hluta Hizbollah en fordæmir vígasveitir Hizbollah. ESB heldur að hægt sé að semja við vígasveitir Hizbollah gegnum borgaralega hlutann sem er í reynd stuðningur við hryðjuverkasveitirnar þar sem um er að ræða sömu hugmyndafræðilegu samtök sem hafa verið stofnuð eins og Hamas til að útrýma Ísrael af landakortinu.

Fara efst á síðu