Meira en helmingur innflytjenda með arabísku sem móðurmál fékk félagsbætur frá félagsmálastofnuninni Kela í Finnlandi ár 2024. Innflytjendur frá Sómalíu eru einnig að stórum hluta á félagsbótum en einungis lítill hluti finnsku- og sænskumælandi fengu félagsbætur á tímabilinu.
Samkvæmt Statistikcentralen voru um 43 500 innflytjendur í Finnlandi í fyrra sem höfðu arabísku sem móðurmál. Af þeim fengu 22 918 félagsbætur á árinu sem er ríflega helmingur þessa innflytjenda. Af 27 þúsund Sómölum var næstum helmingur á félagsbótum eða 13 348.

Sambærilegar tölur fyrir finnsku og sænskumælandi var eingungis um 4,5%. Af grafinu sést að 52,64% arabískt mælandi lifir á félagsbótum, 49,64% Sómala, 32,49% Kúrda, 18,63% tyrkneskt mælandi,13,37% Albana, 13,4% rússneskt mælandi og einungis 4,52% finnsku- og sænskumælandi.
356 þúsund lifa á félagsbótum – útlendingum fjölgar
Kela greiddi samtals 825 milljónir evra í grundvallarlega félagslega aðstoð árið 2024. Fjöldi styrkþega var um það bil 356.000 manns, þar af höfðu rúmlega 130.000 annað móðurmál en finnsku eða sænsku.
Hlutfall styrkþega sem ekki tala finnsku hefur vaxið hratt: árið 2017 var hlutfall þeirra rétt rúmlega 19%, en árið 2024 hafði það hækkað í næstum 30%.
Jafnvel ólögráða börn á heimilinu eru talin uppfylla skilyrði sem styrkþegar sem kemur heimilum með mörg börn til góða.
Af styrkþegum sem tala arabísku voru 40% börn undir 18 ára aldri. Hlutfall barna er einnig hátt meðal sómölskumælandi, næstum þriðjungur hópsins.
Umræður um almannatryggingakerfið
Fjármálaráðherrann Riikka Purra (Sannir Finnar) hefur enn á ný lagt til að félagsbætur verði takmarkaðar við finnska ríkisborgara. Innflytjendur þyrftu þá að uppfylla ýmis skilyrði til að eiga rétt á bótunum. Svipaðar tillögur hafa áður verið stöðvaðar með þeim rökum að þær gætu verið í bága við stjórnarskrána. Það hefur hins vegar aldrei reynt á það fyrir dómstólum.
Atvinnuhlutfall fólks með rætur frá Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku var um 53% árið 2024, sem er greinilega lægra en hjá fólki með rætur frá ESB, EFTA eða Norður-Ameríku (yfir 80%).

Mikill munur á tungumálahópum
Bæði arabískumælandi og sómölskumælandi eru mun stærri hluti bótaþega en almenningur: arabískumælandi eru 0,77% íbúa en 6,4% bótaþega, sómölskumælandi 0,48% en 3,7% bótaþega.
Jafnvel á sveitarstjórnarstigi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, er offramsetningin skýr. Í Helsinki fengu yfir helmingur arabískumælandi og næstum helmingur sómölskumælandi félagsbætur árið 2024.