Hefndaraðgerð Bidens gegn Ungverjalandi

Biden eyðir síðustu dögum sínum á forsetastóli til að eyðileggja eins mikið fyrir Donald Trump og lýðræðislega kjörnum embættismönnum eins og hann getur. Hann bannar að borað verði eftir olíu heima fyrir og núna hefnir hann sín á vinum Trumps erlendis. Í fyrsta sinn beita Bandaríkin refsiaðgerðum gegn ríkisstjórn í einu af bandalagslöndum sínum. Í tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins á þriðjudag segir að refsiaðgerðum verði beitt gegn Antal Rógan, einum helsta ráðgjafa Viktors Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands.

Fullyrt er að Rógan sé spilltur og hafi svikið út opinbert fé til hagsbóta fyrir stjórnarflokk Victor Orbáns, Fidesz og pólitíska samherja hans. Utanríkisráðuneytið segjast vilja berjast gegn þeirri spillingu sem hafi gert „ólígörkum og ólýðræðislegum aðilum“ kleift að auðgast á kostnað ungversku þjóðarinnar.

Persónuleg hefnd

Fulltrúar ungverskra stjórnvalda telja hins að refsiaðgerðirnar gegn Antal Rógan snúist ekki um að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi. Að sögn Peter Szijjartó, utanríkisráðherra Ungverjalands, er þetta hefnd vegna þess að David Pressman, sendiherra Bandaríkjanna í Ungverjalandi, neyðist núna til að hætta störfum í Ungverjalandi, þegar Donald Trump tekur við embætti forseta og nýr sendiherra tekur við störfum.

Pressman hefur sem sendiherra Bandaríkjanna ítrekað ráðist á ungversk stjórnvöld og sérstaklega Victor Orbán. Hefur Pressman gagnrýnt stefnu Ungverjalands á að vernda börn, þannig að ekki sé hægt að kynskipta þeim fyrir aldur fram. Einnig hefur Pressmann sett sig þert á friðarviðleitni ríkisstjórnar Ungverjalands í Úkraínu og mörg önnur mál sem dæmigert fara í taugarnar á glóbaliztunum. Pressman þrýsti einnig hart á Ungverjaland að samþykkja aðild Svíþjóðar að Nató en sænska utanríkisráðuneytið hafði áður úttalað sig dólgslega um ríkisstjórn Orbáns sem Ungverjar sættu sig ekki við.

Péter Szijjartó, utanríkisráðherra Ungverjalands, gerir athugasemd á X við árásir Bidens á Rógan:

„Þetta er persónuleg hefnd sendiherrans sem var sendur til Ungverjalands af misheppnuðum bandarískum stjórnvöldum, sem núna eru að fara frá völdum með skottið á milli lappanna og beina aðgerðum sínum gegn Rógan. Hvílík hamingja innan nokkurra daga, að Bandaríkin verða undir forystu fólks sem lítur á land okkar sem vin frekar en óvin.“

Balázs Orbán, einum af nánustu ráðgjöfum Viktors Orbáns, lýsir einnig vonum um að samskipti Bandaríkjanna og Ungverjalands muni batna um leið og Trump tekur við embætti:

Fara efst á síðu