Uppljóstrari úr embætti Ríkislögreglustjóra hvíslaði síðastliðið sumar að hjónunum Gunnari Árnasyni og Hlédísi Sveinsdóttur að fá yfirlit um uppflettingar og skráningar þeirra í LÖKE málaskráarkerfi Ríkislögreglustjóra. Þau furðuðu sig á ábendingunni. Bæði eru Gunnar og Hlédís með hreina sakaskrá. Ég hef skýrt frá því að 19 fósturvísum þeirra í vörslu Art Medica var stolið. Hvorugt hefur nokkru sinni hlotið dóm fyrir refsivert athæfi né saknæma háttsemi af nokkru tagi. Af hverju ættu þau að vera hundelt af lögregluembættum? LÖKE er sagt til samræmingar upplýsingum og eftirlits með varasömum og hættulegum glæpamönnum! LÖKE er til að tékka svartlistaða krimma.
Hjónin sendu fyrirspurnir til Ríkislögreglustjóra sem „svaraði” með þögn í fjóra mánuði. Svör áttu strax við beiðni að liggja ljós fyrir. Loks að fjórum mánuðum liðnum komu svör sem þurfti að draga út með töngum. Þau hjón eru skráð í LÖKE, ekki bara hjá Ríkislögreglustjóra heldur á annan tug embætta og stofnana um land allt. Hjónin voru í sjokki enda skráð með leynd án vitundar og upplýsinga af nokkru tagi. „Stóri bróðir” fylgist með þeim við hvert fótspor. Ríkissaksóknari, Ríkislögreglustjóri, Héraðssaksóknari, Útlendingastofnun, Tollstjóri og hringinn um landið eru hjónin á skrá lögregluembætta.
Samræmdur ríkisrógburður í boði lögreglu
Hjónin leituðu skýringa. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri frábað sér að útskýra og vísaði á stofnanir og embætti. Hjónin kærðu til Umboðsmanns Alþingis sem þurfti að beita sér sérstaklega gegn lögreglustjóra Norðurlands eystra, Páleyju Borgþórsdóttur. Engar skýringar hafa fengist á þessari grófu og alvarlegu misnotkun. Eitt svar sem barst er aulafyndni: „Það er gervimaðurinn í kerfinu sem framkvæmdi þetta.” Af þessu tilefni skrifa hjónin á fb: „Gervimaðurinn gengur laus.” Það er verið að sverta mannorð hjónanna, valda þeim orðsporshnekki og mannorðsmissi. Þau líta út eins og síbrotafólk. Hjónin spyrja í fb-færslu: „Erum við black-listuð hjá Útlendingastofnun og Tollstjóra á landamærum ásamt lögreglustjóraembættum hringinn um landið?“
Séra Grétar í Kópavogskirkju & LÖKE
Í einu tilfelli hafa hjónin getað rakið svartlistun ríkisins til séra Grétars Halldórs Gunnarssonar prests í Kópavogskirkju sem sagður er ekki líkjast sjálfum sér. Rökstuddur grunur er um að séra Grétar sé með líf-barn hjóna ásamt eiginkonu sinni Valgerði B. Eggertsdóttur lögfræðingur hjá Samgönguráðuneytinu, systur Dags B. Eggertssonar sem sér um hliðvörslu borgarkerfisins í þessu skelfilega máli. Gunnar og Hlédís höfðu sent séra Grétari og Valgerði ábyrgðarbréf með aðstoð lögmanns þar sem farið var fram á samvinnu fyrir luktum dyrum um framkvæmd dna mannerfðafræðirannsókn í tilfelli barns í þeirra umsjá. Tekið skal fram að engar kröfur voru settar um framsal barns. Ábyrgðarbréfið barst presthjónunum í mars 2022 þegar séra Grétar þjónaði tímabundið á Ísafirði. Lögreglustjóri á Vestfjörðum skráði hjónin í LÖKE. Lögmaður vinur minn kveður framgöngu lögregluembætta ógeðfelldan ríkisrógburð og gróft lögregluembætti. Nú skal ekki fullyrt en spurt er: Virkjaðist LÖKE hringinn um landið og hvað um Schengen?