Jörðin er að stikna, höfin sjóða, mannkynið í dyragætt helvítis og svo framvegis. Sameinaði heilaþvottastjóri alheims, Atnónio Guterres, reynir enn að hræða fólk með vítisorðum til að greiða hærri gjöld í endalausa hít sameinaða sósíalismans. Nýjasta orð háksins er, að heimurinn sé í „loftslagsbræðslu.“
Fjölmiðlar opinberra tilkynninga á Íslandi sýna forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktsson, blása „nýju lífi í skuldbindingar Íslands“ við SÞ. „Sáttmáli framtíðarinnar“ er innsiglaður í þéttu handabandi við orðhák SÞ. Sameinaði heilþvottastjórinn segir, að Ísland sem önnur lönd verði núna að „sameina metnaðarfulla nýja innlenda aðgerðaáætlun í loftslagsmálum við allt efnahagskerfið.“ Það þýðir að efnahagskerfi Íslands gefur upp öndina í grænni öndunarvél sósíalismans.
Ísland blæs „nýju lífi í skuldbindingar sínar“ gagnvart heimsmarkmiðum SÞ.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
„Mannlegar hamfarir eru knúnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Heimurinn er í loftslagsbræðslu!“
António Guterres, hræðslu- og bræðslustjóri SÞ.
Heimurinn logar í „loftslagsbræðslu“
António Guterres heldur fast við að kynda undir loftslagshræðslu með áróðri um loftslagsbræðslu. Hann sagði meðal annars:
„Mikill hiti, ofsafengnir eldar, þurrkar og stór flóð eru ekki náttúruhamfarir. Þetta eru mannlegar hamfarir – knúnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Engu landi er hlíft.“
António Guterres, falsfréttasmiður SÞ
Eru eldgos á Íslandi „mannlegar hamfarir?“
Með svona geðveikislegt handrit aðalritarans er best að fara kenna í íslenskum skólum, að eldgos stafi af manna völdum. Íslendingar þurfa þá að finna hnappana á skrifborði Pútíns fyrir gosunum á Reykjanesi að undaförnu og öllum snjóflóðum. Ríkisstjórnin gæti þá tekið nýtt alþjóðalán til að kaupa langdrægar sprengjur sem skjóta má frá Keflavík á höll Pútíns í Moskvu til að koma í veg fyrir, að hann ræsi ekki bæði Kötlu og Heklu samtímis.
En best gengur sjálfsagt að eyðileggja efnahagslíf Íslands með „metnaðarfullri nýrri landsáætlun um loftslagsaðgerðir“ og gera allar fjárhagsáætlanir Alþingis grænar. Það verður hin endanlega kæfing frjáls framtaks á Íslandi.