Skilvirknisráðuneyti Donald Trumps, DOGE, er fullkomlega nauðsynlegt til að taka til í ríkisútgjöldum og ná tökum á „hálfglæpsamlegum“ frjálsum félagasamtökum vinstrimanna NGO sem stendur fyrir „Non Governmental Organisation.“ Þetta segir Jordan Peterson í þætti Piers Morgan Óritskoðað „Uncensored“ (sjá YouTube að neðan).
Kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson tjáir sig um skilvirknisstörf Donald Trump og Elon Musk sem eru að taka til í bandaríska ríkinu og gera það skilvirkara. Jordan Peterson segir:
„Það kæmi mér ekki á óvart ef helmingur þess fjár sem bandaríska ríkið, sem og hið kanadíska og það breska eyða, fara í hreina vitleysu. Peningarnir fara líklega í sjálfseyðandi verkefni.“
Að sögn Peterson þá er það stórkostlegt að Musk reyni að komast að því í hvað „allir vitleysispeningarnir fari.“ Vinstri hreyfingin er ævareið sem ekki kemur á óvart, segir Peterson:
„Vinstrimenn eru hræddir við þetta vegna þess að þeir hafa búið til heilt net svo kallaðra frjálsra félagasamtaka, NGO, sem aðallega eru fjármögnuð með skattfé og stunda hálfglæpastarfsemi sína út um allan heim. Og núna er rjóminn farinn. Það er því engin furða að þeir séu óánægðir. En guði sé lof fyrir það, ekki síst vegna hörmulegrar þjóðarskuldar Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Þetta er algjörlega nauðsynlegt.“