Bandaríska SunPower er einn stærsti framleiðandi sólarrafhlaða í heiminum. Þeir hoppuðu á græna loftslagsvagninn og breyttu fyrirtækinu í til að vera fremstir í flugi með sólarrafhlöðuþök á hús og aðrar byggingar. Það hefur núna leitt til fjárhagslegs sjálfsmorðs og fyrirtækið fer með hvelli á hausinn.
Fyrirtækið hefur um langt skeið verið leiðandi í heiminum í framleiðslu á sólarsellum, þá á viðskiptalegum forsendum. Árið 2020 ákváðu stjórnendur SunPower hins vegar að setja græn loftslagsviðmið í forgang og færðu framleiðslu algjörlega yfir í sólaruppsetningar fyrir atvinnuhúsnæði og heimili.
Það var skammgóður vermir. Fjórum árum síðar er ástandið orðið það slæmt, að risinn neyðist til að fara í gjaldþrot.
Í Bandaríkjunum missa 1.000 starfsmenn vinnuna. Í Svíþjóð starfar SunPower í gegnum SunnyFuture. Hvort það fyrirtæki dregst með í gjaldþrotið er óljóst þegar þetta er skrifað.
Sólarsellugjaldþrot einnig í Svíþjóð
Ljóst er þó, að Svíar verða atvinnulausir, þegar JN Solar AB verður gjaldþrota. Sama ástæða er í Svíþjóð, þar sem efnahagslegum veruleika er ýtt til hliðar fyrir grænu þvæluna og farið í svipaðar fjárfestingar í sólarselluþökum og urðu banabiti bandaríska SunPower.