Ættjarðasinnaðir leiðtogar um allan heim óska Donald Trump forseta velfarnaðar gagnvart endurkjöri hans í dag. Nigel Farage er í Pennsylvaníu og segir fréttir á GB News, Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands var í pallborðsumræðum með kanslara Þýskalands, Gerhard Schröder, um helgina og lýsti yfir stuðningi við Trump og það sama gerðu Geert Wilders, leiðtogi Hollands, og Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.
Þó að flestir sitjandi forsetar og forsætisráðherrar eigi erfitt með að tjá sig um kosningarnar í Bandaríkjunum af diplómatískum ástæðum, þá er ljóst að leiðtogar heims eins og Ísraelsmaðurinn Benjamin Netanyahu og Argentínumaðurinn Javier Milei vonast eftir að Trump sigri í dag. Blaðið El Diario skrifar frá Argentínu:
„Milei veðjar þegjandi á sigur Trump og dreymir um heimsókn repúblikanans til Argentínu.“
Gerhard Schröder styður Trump
Þýski sósíaldemókratinn Gerhard Schröder, faðir Nord Stream-leiðslunnar, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir tengsl sín við Gazprom og Vladimír Pútín, segir Donald Trump þann „eina sem getur bundið enda á stríðið í Úkraínu.“
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ræddi við Schröder í Vínarborg í Austurríki og tók undir þá skoðun Schröders að „einungis Trump geti fært okkur frið!“
Had a great panel discussion yesterday with Chancellor Gerhard Schröder and @KoeppelRoger of @Weltwoche . My message was clear: bring back @realDonaldTrump and he will bring us peace! #WeltwocheOnTour pic.twitter.com/uNL9zBiSP7
— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) November 1, 2024
Þann 31. október hringdi Orbán í Trump til að óska honum „til hamingju með næst komandi þriðjudag.“
Just got off the phone with President @realDonaldTrump . I wished him the best of luck for next Tuesday. Only five days to go. Fingers crossed 🤞
— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) October 31, 2024
Leiðtogi hollenska frelsisflokksins, Geert Wilders, skrifaði á X:
„Auðvitað er það einungis Bandaríkjamanna að ákveða hver verður næsti forseti þeirra. Ég er ekki Bandaríkjamaður. En ef ég væri Bandaríkjamaður myndi ég örugglega kjósa Trump forseta í dag. Gangi þér vel, herra forseti!“
Of course it’s up to Americans and Americans only to decide who their next President will be. And I am not an American.
— Geert Wilders (@geertwilderspvv) November 5, 2024
But if I were an American I would definitely vote for President Trump today.
Good luck Mr President! 💪#Trump2024 pic.twitter.com/dpxkzeXaox
Fyrrverandi forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sagði:
„Undir stjórn Donalds Trumps sýndu Bandaríkin mátt sinn. Við fengum engar nýjar styrjaldir. Það var friður um allan heim. Í dag sjáum við styrjaldir, hryðjuverkin eru komin til baka og ritskoðun heldur aftur af okkur öllum. Endurkoma Trump er vitund um betri heim. Engin stríð, engin hryðjuverk og afturhvarf til frelsis í sinni hreinustu mynd. Talandi fyrir hönd allra Brasilíumanna sem elska Guð, Ísraelsríki, virða kjarnafjölskylduna, einkaeign, frjálsa markaði og tjáningarfrelsi: – Okkar innilegar bestu óskir.“
EXCLUSIVE: A message from former Brazilian President @jairbolsonaro ahead of the 2024 Presidential Election
— Eric Spracklen🦆🐈 (@EricSpracklen) November 3, 2024
“Elections in the United States, the most democratic country in the world.
In scene the largest conservative leader in modern time: Donald Trump.
How was the world under… pic.twitter.com/O9vfqknFFB
Nigel Farage, þingmaður breska umbótaflokksins, skrifaði í Real Clear Politics og hvatti Bandaríkjamenn til að „bjarga sér“ og kjósa Donald Trump. Hann líkti Kamala Harris við kúgarastjórn Keir Starmer, forsætisráðherra Verkamannaflokksins, og varaði Bandaríkin við: „Þið hafið ekki efni á að fara í fótspor okkar.“
Polls have just opened here in Pennsylvania.
— Nigel Farage MP (@Nigel_Farage) November 5, 2024
I have seen more Trump signs than ever before.
I believe Trump will win. 🇺🇸 pic.twitter.com/0hEwoXfU9p
Farage skrifaði:
„Ef þú viljið hærri skatta þá skuluð þið kjósa Kamala Harris. Ef þið viljið fjölbreytni, jöfnuð og samstöðu með hjarta stjórnvalda og menntakerfisins þá skuluð þið kjósa hana. Ef þið viljið endurupptöku „rauðu línanna“ í utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem einræðisherrar, herforingjar og múllar hlæja að, þá skuluð þið kjósa hana.“
„Ég segi ekkert af þessu í þeim tilgangi að blanda mér í innanlandspólitík ykkar. Ég segi það sem spegilmynd af stjórnmálum okkar í Bretlandi og sameiginlegum örlögum okkar sem enskumælandi þjóða. Í hreinskilni sagt, við höfum ekki efni á vinstri sinnuðu glóblalizta-bandalagi yfir Atlantshafið á milli Westminster og Washington. Núna hefur Ameríka tækifæri til að koma á jafnvægi í hinum vestræna heimi. Ég vona að þið takið þá ábyrgð alvarlega. Ef ekki, þá verðum við að búa okkur undir heim með miklum óstöðugleika.“