Gagnrýni á Biden: Stríðsaðgerð í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna

Að leyfa Úkraínu að beita bandarískum langdrægum vopnum gegn Rússum er „stríðsaðgerð sem er í bága við stjórnarskrána“ segir þingmaðurinn Thomas Massie. Massie er fulltrúi repúblikana frá Kentucky og hefur verið þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2012.

Bandaríski þingmaðurinn Thomas Massie heldur því fram að Biden-stjórnin fremji glæp þegar hún heimilar Úkraínu að nota langdrægar eldflaugar til að ráðast á skotmörk í Rússlandi. Slíkt stjórnarskrárbrot ætti að leiða til ríkisréttar yfir forsetanum.

Thomas Massie skrifar á X:

„Með því að heimila langdrægar eldflaugaárásir inn í Rússland er Biden að fremja stríðsaðgerð í bága við stjórnarskrána sem stofnar lífi allra bandarískra ríkisborgara í hættu.“

Thomas Massie skrifar áfram:

„Þetta er glæpur sem gæti leitt til ríkisréttarhalda en raunveruleikinn er sá að hann (Biden) er geld brúða djúparíkisins.“

Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur aðeins þingið vald til að hefja stríð.

Fara efst á síðu