„Var heimurinn færður á bak við ljósið um Covid-19?” Það spyr norska blaðið „Verdens gang, VG” sem hefur rannsakað spurninguna um uppruna Covid-19 veirunnar.
Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, veltir því fyrir sér hvort heimurinn hafi verið afvegaleiddur varðandi Covid-19. Undirfyrirsögnin var: „Gæti orðið stærsti hneyksli allra tíma.”
Blaðið fjallar um rannsóknarstofulekakenninguna, sem í upphafi heimsfaraldursins svokallaða var vísað á bug sem samsæriskenningu og var ritskoðuð á Facebook. Donald Trump fullyrti snemma að veiran gæti hafa átt uppruna sinn í rannsóknarstofu. Hvaðan covid kom er orðið mál á Bandaríkjaþingi.
Helstu vísindamenn sem fullyrtu opinberlega, að veiran hefði náttúrulegan uppruna, skrifuðu allt annað sín á milli. Það sýna gögn sem kynnt hafa verið á þinginu. Rannsakendur töldu líklegt að veiran kæmi frá rannsóknarstofunni í Wuhan.
Einn rannsakendanna skrifar á einum tímapunkti, að hann hati að blanda saman pólitík og vísindum en við þessar aðstæður hafi verið „ómögulegt“ annað en að gera það. Sigrid Bratlie, sem er með doktorsgráðu í sameindalíffræði, segir við VG:
„Það er vel skjalfest núna, að rannsakendur fengu skipianir frá Bandaríkjastjórn að ganga gegn eigin röksemdum. Það er mjög alvarlegt.”
Rannsakendur bjuggu til sögu sem fjölmiðlar dreifðu og þeir vissu að var sennilega röng.
Bratlie, sem kafaði ofan í málið og fylgdist með yfirheyrslum á bandaríska þinginu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta gæti orðið „stærsta hneyksli allra tíma.”
Einn vísindamannanna sem hélt því fram, að veiran væri náttúruleg, vann náið með rannsóknarstofunni í Wuhan. Að sögn fengu samtök hans ríkisstyrk til að myrka sannleikann um veiruna í Wuhan. Sjálfur neitar vísindamaðurinn ásökunum.