Í fyrsta skipti í sögunni gerðist það á þingi Þýskalands, að kanslari féll í atkvæðagreiðslu. Það gerðist fyrir hádegið í gær, þriðjudag og varð önnur atkvæðagreiðsla haldin eftir hádegi, þar sem Friedrich Merz frá kristilegum demókrötum, náði að lokum kjöri sem kanslari Þýskalands. Fallið fyrir hádegi mun verða svartur skuggi á valdatíma kanslarans.
Miklar umræður voru í kjölfar átakanna í gær á þýska þinginu og vangaveltur um hverjir af þingmönnum stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn Merz eða lögðu niður atkvæðin. 316 atkvæði þarf til að vera í meirihluta og í fyrri atkvæðagreiðslunni fékk Merz 310 atkvæði. Í senni atkvæðagreiðslunni fékk hann 325 atkvæði og náði löglegu kjöri sem kanslari Þýskalands.
Ann-Kristin Kölln, prófessor í stjórnmálafræði við Gautaborgarháskóla segir atkvæðagreiðsluna einsdæmi í sögunni, aldrei áður hafi kanslari ekki náð kjöri í fyrstu atrennu. Hún heldur að óþekkir ósíaldemókratar séu sökudólgurinn:
„Ég hef grun um að einhverjir frá sósíaldemókrötunum hafi sagt nei. Vinstrihliðin í flokknum og æskulýðssamband kratanna hafa gagnrýnt flokksforystuna fyrir að fara of langt til hægri við stjórnarmyndunina.“
Útkoman boðar allt annað en stöðugleika í þýskum stjórnmálum næstu misserin. Efst á blaði hjá sósíaldemókrötum og vinstri mönnum er að ríkisstjórnin banni vinsælasta og stærsta flokk landsins, Valkost fyrir Þýskaland. Leynilögreglan fær þá líklega endurnýjað sitt forna hlutverk sem Stasílögregla þriðja ríkisins.