Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, sagði í ræðu hjá SÞ í fyrradag, að Evrópusambandið hefði farið svo gjörsamlega út af sporinu, að umsvifalaust er ráðist á þann sem minnist á frið. Orðið „friður“ er orðið að blótsyrði (sjá myndskeið að neðan).
Peter Szijjarto sagði að öryggisástandið í heiminum væri það versta síðan í seinni heimsstyrjöld. Szijjarto segir að gera verði „grundvallarbreytingu“ í alþjóðastjórnmálum:
„Alþjóðleg stjórnmál þurfa að snúa aftur til gagnkvæmrar virðingar og viðræður eiga að vera mikilvægasta tækið. Því miður verður þú strax stimplaður Því miður verður þú strax stimplaður nú á dögum, ef þú hefur aðra skoðun en meginstraumurinn leyfir.“
Strax ráðist á þá sem vilja frið og þeir stimplaðir
„Það sorglegasta er að hjá (þeim sem tilheyra) hinum alþjóðlega frjálslynda meginstraumi er friður orðið að blótsyrði – alla vega í Evrópu. Evrópskir stjórnmálamenn reyna venjulega af fara sáttaleiðina og ná friðsamlegum lausnum á sumum stríðum, – ef þau eru langt í burtu frá Evrópu. Því miður er núna stríð í gangi í Evrópu. Strax er ráðist á þá sem vilja frið, þeir gagnrýndir og stimplaðir.“
Sorgleg framtíð
Peter Szijjarto segir, að framtíðin verði mjög sorgleg haldi þetta áfram.
„Heimurinn skiptist enn á ný í mismunandi fylkingar og hætta er á nýrri heimsstyrjöld.“
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ætti að vera staður til að ræða sérstaklega um frið. Að sögn Peter Szijjarto mun Ungverjaland gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma á friði:
„Ungverjaland mun reyna að skapa friðsælt tímabil í framtíðinni, þar sem alþjóðlegt samstarf er sanngjarnt og stuðlar að friði. Þar sem orðið friður er ekki blótsyrði og enginn verður ofsóttur fyrir að mæla með friði.“