Friðarganga í Þýskalandi gegn stríðsóðri utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar

Þúsundir Berlínarbúar fóru út á götur laugardaginn 3. ágúst í göngu fyrir friði og frelsi. Gengið var gegn stríðsóðri utanríkisstefnu Þýskalands og ákvörðun stjórnvalda að halda áfram að senda vopn til Úkraínu fyrir tilgangslausa slátrun á Úkraínumönnum og Rússum. Að sögn lögreglu fór gangan friðsamlega fram.

Querdenker hreyfingin sem stofnuð var í Covid-19 heimsfaraldrinum til að mótmæla lokunarstefnu þýsku ríkisstjórnarinnar skipulagði friðargönguna. Þýskir fjölmiðlar reka áróður gegn hreyfingunni og stimpla sem „samsæriskenningasmiði“ með tengsl við „öfgahægri“ hópa. Er það sami stíll og af mótmælunum í Bretlandi í kjölfar morðs á þremur stúlkubörnum nýlega.

Semjið frið án vopna!

Í friðargöngunni í Berlín bar fólk bláa fána með hvítri friðardúfu og borða og spjöld sem á stóð:

„Engin bandarísk flugskeyti í landi okkar!“ „Engar eldflaugar gegn Rússlandi!“ „Engin vopn til Úkraínu og Ísrael!“ „Friðarviðræður!“

Sumir mótmælenda báru einnig borða með slagorðinu „Semjið frið án vopna!“ sem upprunalega kom í Berlínaruppreisninni 1982, þegar tveir austur-þýskir andófsmenn leiddu undirskriftalista með kröfu um afvopnun.

Gangan fór frá Ernst Reuter-torgi í miðborg Berlínar í Tiergarten-garðinn og söfnuðust um12.000 manns þar. Krafist var beins lýðræðis og takmörkun á völdum stjórnvalda, sem margir héldu fram að væru skipuð hálfvitum.

Íslenskir valdhafar farþegar í þriðju heimsstyrjaldarrútunni

Sumir mótmælendanna kröfðust þess að stjórnvöld ættu að sæta ábyrgð vegna Covid-19 lokana og öðrum þvingunum í heimsfaraldrinum. Þátttakendur hvöttu til friðar og mótmæltu yfirlýsingu Boris Pistorius varnarmálaráðherra í júní um að Þýskaland „verði að vera tilbúið til stríðs árið 2029.“ Sumir ræðumenn hvöttu Þýskaland til að yfirgefa Nató:

„Við viljum fá ríkisstjórn sem vinnur fyrir hagsmuni okkar en ekki stórfyrirtækjanna og Bandaríkjanna.“

Það er gott tákn, að til eru Þjóðverjar sem hafa kjark til að standa gegn þeim brjálæðis stríðsæsing sem breiðist út eins og pestin meðal evrópskra leiðtoga. Íslenskir valdhafar hafa tekið sér sæti í stríðsæsingarrútunni sem er á leiðinni í þriðju heimsstyrjöldina og slátrun á milljörðum saklausum jarðarbúum.

Fara efst á síðu