Finnska ríkisstjórnin hefur birt framtíðarhorfur ríkisstjórnarinnar í nýrri opinberri skýrslu. Þar er þeirri framtíðarmynd lýst, að ESB og Nató muni hrynja fyrir árið 2045. Skýrslan lýsir þessu sem sviðsmynd hrollvekju en gagnrýnendur benda á að það sé frekar útþensla bandalagsins sjálfs sem ógni öryggi Finnlands.
Finnska ríkisstjórnin hefur birt framtíðarskýrslu sína fyrir árið 2045 (sjá pdf að neðan). Skýrslan dregur upp fjórar mögulegar sviðsmyndir allar á sama grunni: heimurinn án ESB og Nató er dökk, ógnvekjandi hrollvekja. Samtímis er ESB og Nató lýst sem ábyrgðarfullum stofnunum sem tryggja frið, frelsi og öryggi.
Þjóðernishyggja talin ógn
Í þeirri sviðsmynd sem kallast „heimur blokka“ eru þjóðernishyggja og sjálfbærni talin til ógna. Lönd sem kjósa að setja hagsmuni eigin meðborgara í fyrsta sæti eru talin til vandræða. ESB er lýst sem „virki undir árásum“ sem tekst að standast utanaðkomandi þrýsting þökk sé Nató.
Augljóst er að skýrslan byggir á glóbalískri hugmyndafræði, þar sem litið er á sterkar þjóðir og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem hindrun í stað lausn vandans.
Án Nató er tilvist Finnlands í hættu
Í verstu sviðsmyndinni „hrun heims árið 2045“ er varað við því að bæði ESB og Nató munu hrynja. Í skýrslunni er fullyrt að „sjálfstæði og tilvist Finnlands sé í hættu.“ Skilaboðin eru þau að án yfirráða Brussel og Washington séu smáríki varnarlaus.
En raunveruleikinn er annar: Eftir að Finnland gekk með í Nató árið 2023 hefur sjálfstæði landsins minnkað frekar en aukist. Samkvæmt rannsakandanum Tuomas Malinen er landið notað sem vettvangur fyrir „næstu hernaðarátök Nató.“ – Hann varar berum orðum við því að „Finnland gæti orðið staðurinn þar sem næsta stríð hefst“.
Norðurlöndin gerð að fremstu víglínu í stríðum stórveldanna
Í skýrslunni er varað við „stjórnlausum fólksflutningum“ og vistfræðilegu hruni vegna loftslagsbreytinga. Lausnin er sögð vera meira alþjóðlegt samstarf. En á undanförnum árum hefur þetta sama samstarf leitt til misheppnaðrar orkustefnu ESB, aukins ósjálfstæðis gagnvart stórveldum og stefnu sem frekar hefur aukið kreppuna en að draga úr henni.
Sviðsmyndin um „heim samvinnu“ málar upp útópískan draumaheim, þar sem átök hafa nánast horfið og velferð hefur aukist sem þakka má alþjóðlegu samstarfi. En á sama tíma sýnir raunveruleikinn á Norðurlöndunum hvernig ESB og Nató knýja áfram hervæðingu og komandi stórstyrjöld við Rússa.
Varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Pål Jonson, hefur opinberlega krafist þess að Nató „auki með hraði hernaðarviðveru sína á norðurslóðum.“ Gagnrýnendur segja þá stefnu hvorki snúast um öryggi Svíþjóðar né Finnlands, heldur er verið að setja öll Norðurlöndin í fremstu víglínu í stríði stórveldanna.
Finnland gert að næstu Úkraínu
Varnarmálaráðuneyti Finnlands er þegar að stækka flugvelli, þrefalda varalið sitt og opna hliðið að 15 bandarískum herstöðvum. Það er ekki, eins og skýrslan gefur til kynna, ESB og Nató sem vernda sjálfstæði Finnlands – þvert á móti eru þessar stofnanir að undirbúa að Finnland verði næsta Úkraína.
Í skýrslunni er fullyrt að verið sé að styrkja „viðbúnað til framtíðar.“ En viðbúnaðurinn sem verið er að byggja upp er í reynd aðlögun að hernaðaráætlun Washington. Þegar Nató færir stöðu sína að rússnesku landamærunum þá þarf ekkert gáfnaljós til að skilja að það stóreykur hættuna á stríði.
Hin raunverulega ógn
Það sem skýrslan kynnir sem sviðsmynd hrollvekju, það er að segja Evrópu án ESB og Nató, gæti í raun verið eina leiðin út úr þeirri hernaðaruppsveiflu sem ógnar öllum Norðurlöndunum núna. Þótt Helsinki vari við þjóðernishyggju, þá er það hugmyndin um að hvert ríki taki sjálft ábyrgð á öryggi sínu og lífsviðurværi sem tryggir almenningi frelsi skoðað í ljósi sögunnar.
Hin mikla ógn við tilvist Finnlands er þess vegna ekki fólgin í því að ESB eða Nató leysist upp. Hún felst í því að þessi bandalög ýta undir þriðju heimsstyrjöldina sem gæti byrjað á finnsku landsvæði.